Valskonan Gerður Arinbjarnar hefur verið dæmd í tveggja leikja bann af Aganefnd HSÍ fyrir brot á Bertu Rut Harðardóttur í leik Vals og Hauka á Hlíðarenda í gær.
Gerður fékk beint rautt spjald snemma í seinni hálfleik leiksins og þurfti að bera Bertu út af á börum eftir brotið.
Sjá einnig:Berta komin í gifs eftir atvikið skelfilega | Myndband
Aganefnd fundaði vegna málsins í dag og var niðurstaða hennar að Gerður sé úrskurðuð í tveggja leikja bann vegna „grófs og gáleysislegs brots.“
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á morgun og missir Gerður því af næstu tveimur leikjum Vals. Valur vann leikinn í gærkvöld og leiðir einvígið gegn Haukum því 1-0 í undanúrslitum Olís deildar kvenna.
Gerður í tveggja leikja bann
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti
