Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 17:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Það er mat Seðlabanka Íslands að nú séu efnahagslegar forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Forsendur eru þó ekki fyrir hendi til að hefja lækkun sérstakrar bindiskyldu. Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu bankans en eiginfjárstaða hans hefur verið neikvæð undanfarin misseri. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi Seðlabanka Íslands, en fundurinn hófst klukkan 16 í húsakynnum bankans í dag.Lokaskref í losun fjármagnshafta Í ræðu sinni sagði Már það vera mat Seðlabankans að þó að fjármagnshöft hafi að langmestu leyti verið losuð í mars 2017, séu enn í gildi ákveðnar takmarkanir. Þessar takmarkanir þurfi að afnema. Þá séu nú efnahagslegar forsendur til að taka lokaskref í losun fjármagnshafta. „Það er mat Seðlabankans að efnahagslegar forsendur séu til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Það á líka við um aflandskrónur en þær nema nú um 3½% af landsframleiðslu en voru rúm 40% eftir að fjármagnshöft voru fyrst sett á undir árslok 2008. Það verður hins vegar ekki gert nema með lagabreytingu,“ sagði Már. Seðlabankinn telur þó að ekki séu enn forsendur til að hefja lækkun hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður. Gangi spár hins vegar eftir munu aðstæður til að lækka bindiskylduna batna á komandi misserum. Grípa til aðgerða til að bæta afkomu bankans Framreikningar sem gerðir voru á síðasta ári bentu jafnframt til þess að afkoma Seðlabankans yrði neikvæð um 18 milljarða króna á ári, en Már sagði tapið nú hafa minnkað í 15 milljarða. Neikvætt eigið fé þýði þó ekki að seðlabankar standi frammi fyrir gjaldþroti. „Seðlabankar verða ekki gjaldþrota, að minnsta kosti ekki í hefðbundinni merkingu, þótt þeir hafi neikvætt eigið fé enda hafa margir virtir seðlabankar búið við það yfir lengri eða skemmri tíma,“ sagði Már. Eigi að síður geti það verið óheppilegt að Seðlabankinn verði með verulega neikvætt eigið fé. „Á næstunni verður því gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta afkomu bankans, þ.m.t. í gegnum óbeina þátttöku innlendra viðskiptabanka í kostnaði við forðann. Þá gæti komið til innköllunar hluta þess eigin fjár sem heimilt er að kalla inn frá ríkissjóði samkvæmt lögum,“ sagði Már í ræðu sinni. Efnahagsmál Tengdar fréttir Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Það er mat Seðlabanka Íslands að nú séu efnahagslegar forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Forsendur eru þó ekki fyrir hendi til að hefja lækkun sérstakrar bindiskyldu. Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu bankans en eiginfjárstaða hans hefur verið neikvæð undanfarin misseri. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi Seðlabanka Íslands, en fundurinn hófst klukkan 16 í húsakynnum bankans í dag.Lokaskref í losun fjármagnshafta Í ræðu sinni sagði Már það vera mat Seðlabankans að þó að fjármagnshöft hafi að langmestu leyti verið losuð í mars 2017, séu enn í gildi ákveðnar takmarkanir. Þessar takmarkanir þurfi að afnema. Þá séu nú efnahagslegar forsendur til að taka lokaskref í losun fjármagnshafta. „Það er mat Seðlabankans að efnahagslegar forsendur séu til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Það á líka við um aflandskrónur en þær nema nú um 3½% af landsframleiðslu en voru rúm 40% eftir að fjármagnshöft voru fyrst sett á undir árslok 2008. Það verður hins vegar ekki gert nema með lagabreytingu,“ sagði Már. Seðlabankinn telur þó að ekki séu enn forsendur til að hefja lækkun hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður. Gangi spár hins vegar eftir munu aðstæður til að lækka bindiskylduna batna á komandi misserum. Grípa til aðgerða til að bæta afkomu bankans Framreikningar sem gerðir voru á síðasta ári bentu jafnframt til þess að afkoma Seðlabankans yrði neikvæð um 18 milljarða króna á ári, en Már sagði tapið nú hafa minnkað í 15 milljarða. Neikvætt eigið fé þýði þó ekki að seðlabankar standi frammi fyrir gjaldþroti. „Seðlabankar verða ekki gjaldþrota, að minnsta kosti ekki í hefðbundinni merkingu, þótt þeir hafi neikvætt eigið fé enda hafa margir virtir seðlabankar búið við það yfir lengri eða skemmri tíma,“ sagði Már. Eigi að síður geti það verið óheppilegt að Seðlabankinn verði með verulega neikvætt eigið fé. „Á næstunni verður því gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta afkomu bankans, þ.m.t. í gegnum óbeina þátttöku innlendra viðskiptabanka í kostnaði við forðann. Þá gæti komið til innköllunar hluta þess eigin fjár sem heimilt er að kalla inn frá ríkissjóði samkvæmt lögum,“ sagði Már í ræðu sinni.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45
Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22