Sigga Beinteins fékk tár í augun við að horfa á brunann Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2018 14:06 Sigga Beinteins fór á vettvang og varð brugðið þegar hún sá hversu mikinn eldsvoða var um að ræða. mynd/samsett/GVA/Birgir Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28