Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2018 13:45 Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóri Steinullar ehf. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. Sýnt var frá steinullarverksmiðjunni og rætt við Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóra Steinullar ehf., í fréttum Stöðvar 2. Steinullarverksmiðjan var stofnsett fyrir 33 árum og lifir enn góðu lífi á Sauðárkróki. Aðalhráefnið er sandurinn sem Héraðsvötn í Skagafirði bera með sér til sjávar. Hann er síðan blandaður fleiri sandtegundum, bræddur í ofni með rafmagni og spunninn úr honum ullarþráður, sem þó á ekkert skylt við ull sauðkindarinnar. Að lokum verða til steinullarmottur.Steinullarþræðirnir spýtast úr bræðsluofninum.Stöð 2/Arnar HalldórssonÍ verksmiðjunni starfa hartnær fjörutíu manns. Fyrirtækið er með yfir 80 prósenta markshlutdeild á innanlandsmarkaði og selur auk þess steinull til útlanda; til Færeyja, Bretlands, Þýskalands og Sviss. Steinullarmenn telja að landsmenn gætu gert betur í að halda húsum sínum hlýjum og hvetur Magnús til þess að steinull verði notuð meira. „Íslendingar eru ekkert að einangra hús sín rosalega mikið miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Kannski af því að við erum með ódýrari orku. En samt sem áður eru mörg svæði á landinu sem þyldu alveg miklu meiri einangrun heldur en er í dag,“ segir Magnús.Framburður Héraðsvatna í Skagafirði er uppistaðan í steinullinni frá Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann varar við því að ódýr íslensk orka geri menn værukæra og vill að menn horfi betur til orkusparnaðar. „Því að þetta heita vatn og þessi orka sem við erum með, þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Og þeir sem nota rafmagn sem upphitun, það er ekki ódýr leið, eins og menn hafa séð bara í samantekt sem Byggðastofnun gerði um daginn,“ segir talsmaður Steinullar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Umhverfismál Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. Sýnt var frá steinullarverksmiðjunni og rætt við Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóra Steinullar ehf., í fréttum Stöðvar 2. Steinullarverksmiðjan var stofnsett fyrir 33 árum og lifir enn góðu lífi á Sauðárkróki. Aðalhráefnið er sandurinn sem Héraðsvötn í Skagafirði bera með sér til sjávar. Hann er síðan blandaður fleiri sandtegundum, bræddur í ofni með rafmagni og spunninn úr honum ullarþráður, sem þó á ekkert skylt við ull sauðkindarinnar. Að lokum verða til steinullarmottur.Steinullarþræðirnir spýtast úr bræðsluofninum.Stöð 2/Arnar HalldórssonÍ verksmiðjunni starfa hartnær fjörutíu manns. Fyrirtækið er með yfir 80 prósenta markshlutdeild á innanlandsmarkaði og selur auk þess steinull til útlanda; til Færeyja, Bretlands, Þýskalands og Sviss. Steinullarmenn telja að landsmenn gætu gert betur í að halda húsum sínum hlýjum og hvetur Magnús til þess að steinull verði notuð meira. „Íslendingar eru ekkert að einangra hús sín rosalega mikið miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Kannski af því að við erum með ódýrari orku. En samt sem áður eru mörg svæði á landinu sem þyldu alveg miklu meiri einangrun heldur en er í dag,“ segir Magnús.Framburður Héraðsvatna í Skagafirði er uppistaðan í steinullinni frá Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann varar við því að ódýr íslensk orka geri menn værukæra og vill að menn horfi betur til orkusparnaðar. „Því að þetta heita vatn og þessi orka sem við erum með, þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Og þeir sem nota rafmagn sem upphitun, það er ekki ódýr leið, eins og menn hafa séð bara í samantekt sem Byggðastofnun gerði um daginn,“ segir talsmaður Steinullar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Umhverfismál Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira