Dánarbú móðurinnar í eldhafi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. apríl 2018 10:01 Guðni er einn þeirra sem mættur var á vettvang til að fylgjast með brunanum. Inni í Geymslum er dánarbú móður hans. visir/tumi Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28