Loforð og lúxusíbúðir Eyþór Arnalds skrifar 5. apríl 2018 07:00 Fyrir fjórum árum var flestum ljóst að húsnæðisskortur væri í uppsiglingu. Flest sveitarfélög fóru í aðgerðir til að bregðast við vandanum með því að tryggja nægt lóðaframboð. Núverandi borgarstjóri lofaði miklu eða um 3.000 leiguíbúðum til viðbótar við íbúðir á almennum markaði. Fjórum árum síðar bólar lítið á efndum, enda var heildarfjöldi allra byggðra íbúða á síðasta ári aðeins 322 íbúðir sem er langt undir öllum markmiðum borgarinnar sjálfrar. En hvaða áhrif hefur þetta sleifarlag haft? Þegar fasteignaverð er skoðað sést að verðið hefur hækkað um 50-60% á aðeins fjórum árum. Þessi mikla hækkun bitnar mest á þeim sem eru að reyna að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jafnframt lendir þessi mikla verðhækkun á þeim ekki eiga eign og þurfa að reiða sig á leigumarkaðinn. En hvernig íbúðir hafa verið byggðar? Þegar fasteignaauglýsingarnar eru skoðaðar er algengt að sjá íbúðum lýst sem „lúxusíbúðum“. Eða jafnvel „luxury appartments“. Þetta á við um lóðir sem borgin sjálf hefur úthlutað á kjörtímabilinu. Þetta eru íbúðir með allra hæsta fasteignaverðið og gagnast því fáum. Af hverju er þetta svona dýrt? Stærsta ástæða hækkandi verðs er skortur á eignum, en fleira kemur til. Reykjavíkurborg innheimtir gatnagerðargjald til að standa straum af kostnaði. Ofan á það er síðan lagt á byggingarréttargjald sem er orðið gríðarlega hátt í Reykjavík. Í sumum tilfellum er lagt á „innviðagjald“ sem hækkar grunnkostnaðinn enn frekar. Þá verða margir fyrir áralöngum töfum þrátt fyrir að hafa fjárfest í byggingarlóð og lendir fjármagnskostnaðurinn á lóðarhafanum. Allur þessi viðbótarkostnaður lendir á endanum á íbúðarkaupandanum og því taka margir til þess ráðs að gera út á „lúxusmarkaðinn“. Vandinn er sá að fáir hafa efni á svona dýrum íbúðum og því flytja mjög margir burt í önnur sveitarfélög. Breytum þessu Loforðin ein duga skammt. Efndirnar skipta öllu máli. Sú stefna sem hefur verið rekin síðustu fjögur ár hefur leitt af sér fækkun íbúa á miðsvæði Reykjavíkur og fólksflótta yfir í önnur sveitarfélög. Þeir sem flytja burt þvert á vilja sinn þurfa síðan að aka lengri vegalengdir sem aftur auka á umferðarþungann. Það er morgunljóst að það þarf að breyta um stefnu í vor. Við viljum leyfa íbúðabyggð á hagstæðari stöðum en nú er gert. Þar koma Keldur og uppbygging í Vesturbænum við Grandann í Örfirisey sterklega inn. Leggja áherslu á minni einingar fyrir þá sem vilja, en jafnframt leyfa á ný að byggja sérbýli í Reykjavík. Hætta að reyna að stýra fólki um of og veita íbúum valfrelsi um búsetu. Þannig breytum við borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var flestum ljóst að húsnæðisskortur væri í uppsiglingu. Flest sveitarfélög fóru í aðgerðir til að bregðast við vandanum með því að tryggja nægt lóðaframboð. Núverandi borgarstjóri lofaði miklu eða um 3.000 leiguíbúðum til viðbótar við íbúðir á almennum markaði. Fjórum árum síðar bólar lítið á efndum, enda var heildarfjöldi allra byggðra íbúða á síðasta ári aðeins 322 íbúðir sem er langt undir öllum markmiðum borgarinnar sjálfrar. En hvaða áhrif hefur þetta sleifarlag haft? Þegar fasteignaverð er skoðað sést að verðið hefur hækkað um 50-60% á aðeins fjórum árum. Þessi mikla hækkun bitnar mest á þeim sem eru að reyna að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jafnframt lendir þessi mikla verðhækkun á þeim ekki eiga eign og þurfa að reiða sig á leigumarkaðinn. En hvernig íbúðir hafa verið byggðar? Þegar fasteignaauglýsingarnar eru skoðaðar er algengt að sjá íbúðum lýst sem „lúxusíbúðum“. Eða jafnvel „luxury appartments“. Þetta á við um lóðir sem borgin sjálf hefur úthlutað á kjörtímabilinu. Þetta eru íbúðir með allra hæsta fasteignaverðið og gagnast því fáum. Af hverju er þetta svona dýrt? Stærsta ástæða hækkandi verðs er skortur á eignum, en fleira kemur til. Reykjavíkurborg innheimtir gatnagerðargjald til að standa straum af kostnaði. Ofan á það er síðan lagt á byggingarréttargjald sem er orðið gríðarlega hátt í Reykjavík. Í sumum tilfellum er lagt á „innviðagjald“ sem hækkar grunnkostnaðinn enn frekar. Þá verða margir fyrir áralöngum töfum þrátt fyrir að hafa fjárfest í byggingarlóð og lendir fjármagnskostnaðurinn á lóðarhafanum. Allur þessi viðbótarkostnaður lendir á endanum á íbúðarkaupandanum og því taka margir til þess ráðs að gera út á „lúxusmarkaðinn“. Vandinn er sá að fáir hafa efni á svona dýrum íbúðum og því flytja mjög margir burt í önnur sveitarfélög. Breytum þessu Loforðin ein duga skammt. Efndirnar skipta öllu máli. Sú stefna sem hefur verið rekin síðustu fjögur ár hefur leitt af sér fækkun íbúa á miðsvæði Reykjavíkur og fólksflótta yfir í önnur sveitarfélög. Þeir sem flytja burt þvert á vilja sinn þurfa síðan að aka lengri vegalengdir sem aftur auka á umferðarþungann. Það er morgunljóst að það þarf að breyta um stefnu í vor. Við viljum leyfa íbúðabyggð á hagstæðari stöðum en nú er gert. Þar koma Keldur og uppbygging í Vesturbænum við Grandann í Örfirisey sterklega inn. Leggja áherslu á minni einingar fyrir þá sem vilja, en jafnframt leyfa á ný að byggja sérbýli í Reykjavík. Hætta að reyna að stýra fólki um of og veita íbúum valfrelsi um búsetu. Þannig breytum við borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun