Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. apríl 2018 08:00 Auglýsingabannið felur í sér mismunun gagnvart innlendum framleiðendum og fjölmiðlum, segir Ólafur. Vísir/ERNIR Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00