Ljósmóðir Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun