Afnemum þakið Sigurður Hannesson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Fjölbreytt atvinnulíf er eftirsóknarvert því það styrkir grundvöll hagkerfisins. Íslenskt efnahagslíf er mjög sveiflukennt og mun sveiflukenndara en gengur og gerist í samanburðarlöndum. Því veldur m.a. smæð og einhæfni í gjaldeyrissköpun. Hér á landi þarf að fjölga stoðunum. Útflutningstekjur þurfa að vaxa um milljarð á viku hverri næstu tvo áratugi til að standa undir þeim lífsgæðum sem við þekkjum. Það verður ekki gert nema okkur takist að virkja hugvitið enn frekar til þess að skapa aukin verðmæti og draga um leið úr sveiflum. Fyrsta skrefið er að afnema þak á endurgreiðslur vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf. Slíkt hvetur til nýsköpunar en þakið sendir þau röngu skilaboð að um leið og fyrirtæki stækka eigi þau betur heima annars staðar en á Íslandi. Með nýsköpun er hugmyndum breytt í verðmæti og um leið skapast forskot í samkeppni, innan lands og utan. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að nýsköpun sé stunduð. Nýsköpun á ekki einungis við um starfsemi frumkvöðlafyrirtækja heldur fer nýsköpun að verulegu leyti fram innan rótgróinna fyrirtækja jafnt í skapandi iðnaði sem og hefðbundnum iðnaði. Mörg ríki leitast við að örva nýsköpun með skattalegum hvötum. Hér á landi hafa slíkir hvatar þegar sannað gildi sitt en betur má ef duga skal til þess að ná metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda. Vísinda- og tækniráð hefur sett markmið um að fjárfesting í rannsóknum og þróun nemi 3% af landsframleiðslu árið 2024 en hlutfallið er nú ríflega 2%. Fjárfesting í rannsóknum og þróunarstarfi þarf að aukast um 40 milljarða á ársgrundvelli til að ná þessu markmiði eins og fram kemur í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins, Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfni. Afnám þaksins er fyrsta skrefið að því marki. Þar sem hugvit er án landamæra ríkir mikil alþjóðleg samkeppni um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Önnur lönd hafa meðal annars boðið íslenskum fyrirtækjum að flytja starfsemi sína héðan og í hagstæðara starfsumhverfi. Ísland hlýtur að vilja taka þátt í kapphlaupinu og vera eftirsóknarvert til búsetu og atvinnurekstrar. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreytt atvinnulíf er eftirsóknarvert því það styrkir grundvöll hagkerfisins. Íslenskt efnahagslíf er mjög sveiflukennt og mun sveiflukenndara en gengur og gerist í samanburðarlöndum. Því veldur m.a. smæð og einhæfni í gjaldeyrissköpun. Hér á landi þarf að fjölga stoðunum. Útflutningstekjur þurfa að vaxa um milljarð á viku hverri næstu tvo áratugi til að standa undir þeim lífsgæðum sem við þekkjum. Það verður ekki gert nema okkur takist að virkja hugvitið enn frekar til þess að skapa aukin verðmæti og draga um leið úr sveiflum. Fyrsta skrefið er að afnema þak á endurgreiðslur vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf. Slíkt hvetur til nýsköpunar en þakið sendir þau röngu skilaboð að um leið og fyrirtæki stækka eigi þau betur heima annars staðar en á Íslandi. Með nýsköpun er hugmyndum breytt í verðmæti og um leið skapast forskot í samkeppni, innan lands og utan. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að nýsköpun sé stunduð. Nýsköpun á ekki einungis við um starfsemi frumkvöðlafyrirtækja heldur fer nýsköpun að verulegu leyti fram innan rótgróinna fyrirtækja jafnt í skapandi iðnaði sem og hefðbundnum iðnaði. Mörg ríki leitast við að örva nýsköpun með skattalegum hvötum. Hér á landi hafa slíkir hvatar þegar sannað gildi sitt en betur má ef duga skal til þess að ná metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda. Vísinda- og tækniráð hefur sett markmið um að fjárfesting í rannsóknum og þróun nemi 3% af landsframleiðslu árið 2024 en hlutfallið er nú ríflega 2%. Fjárfesting í rannsóknum og þróunarstarfi þarf að aukast um 40 milljarða á ársgrundvelli til að ná þessu markmiði eins og fram kemur í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins, Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfni. Afnám þaksins er fyrsta skrefið að því marki. Þar sem hugvit er án landamæra ríkir mikil alþjóðleg samkeppni um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Önnur lönd hafa meðal annars boðið íslenskum fyrirtækjum að flytja starfsemi sína héðan og í hagstæðara starfsumhverfi. Ísland hlýtur að vilja taka þátt í kapphlaupinu og vera eftirsóknarvert til búsetu og atvinnurekstrar. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar