Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2018 20:00 Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill Fermingar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Sjá meira
Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill
Fermingar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Sjá meira