Björgvin Karl Guðmundsson vann einnig sína deild á mótinu. Sigurður Þrastarson lenti í sjöunda sæti og Árni Björn Kristjánsson í því tuttugasta í sömu deild. Þess má einnig geta að Fredrik Aegidius, kærasti Anniear sem æfir hér á landi, landaði sjötta sætinu í sömu deild.
Umdæmakeppnirnar (e.Regionals) fara svo fram á tímabilinu 13.maí til 4.júní og því spennandi að sjá hvaða íslensku keppendur tryggja sér miða á heimsleikana sem fara fram í Madison í Wisconsin héraði í Bandaríkjunum 1.-4. ágúst.
