Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins jöfnuðu á síðustu sekúndunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson
Aðalsteinn Eyjólfsson vísir
Íslenski handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson hélt með sína menn í Erlangen í heimsókn til Lubbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en um var að ræða mikilvægan leik þar sem bæði lið eru að berjast í neðri hluta deildarinnar. 

Leikurinn var gífurlega jafn og spennandi til að byrja með og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi 14-14. 

Heimamenn í Lubbecke virtust svo ætla að sigla sigrinum heim því þeir náðu frumkvæðinu og leiddu til að mynda með fjórum mörkum þegar tólf mínútur lifðu leiks. 

Lærisveinar Aðalsteins neituðu hins vegar að gefast upp og náðu mikilvægu stigi með því að skora jöfnunarmark á síðustu sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27.

Erlangen hefur nú sextán stig í 13.sæti deildarinnar og er sex stigum frá fallsvæðinu þegar átta umferðir eru eftir af mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×