Í Hálsaskógi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 „Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
„Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar