Í Hálsaskógi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 „Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
„Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun