Þjóðferjusiglingar til eyja við landið Karl Gauti Hjaltason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar