Borgarlínudans Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun