Hreinar strendur – alltaf Bjarni Bjarnason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun