Tómhyggja og dómhyggja Skúli S. Ólafsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 „Taugavísindi sýna að við erum ekki með sál.“ Svona kemst merkur taugalíffræðingur að orði. Hann ritaði metsölubók og fékk miklu fleiri gesti á fyrirlestur sinn en biskup við páskamessu sína. Um þetta ritar Sif Sigmarsdóttir í pistli sínum í Fréttablaði laugardagsins. Hún segir okkur svo frá því að raunvísindin hafi nú tekið til við að svara þeim spurningum sem trúin sat áður ein að. Við lestur greinarinnar varð mér hugsað til þekktra rökræðna í breska ríkisútvarpinu frá því um miðja síðustu öld. Heimspekingarnir Bertrand Russell og Frederick Copleston ræddu þar um trúmál. Russell var á móti guðstrú en Copleston kom henni til varnar. Að lokinni þessari rimmu spurðu pistlahöfundar þess tíma sig að því, hvor þeirra hefði haft betur. Niðurstaðan var áhugaverð. Copleston var talinn hafa haft yfirhöndina þegar kom að siðferði og mannlegri breytni. „Ef Guð er dauður er allt leyfilegt,“ sagði Dostojevskí. Hann reyndist þar sannspár um heljarstefnur 20. aldarinnar þar sem valdhafar lutu hvorki valdi að neðan né ofan. Á hinn bóginn átti verjandi guðstrúar engin svör við þeirri rökréttu ályktun hins guðlausa sem var einhvern veginn á þessa leið: Hvernig getur heimur, sem á sér ekkert upphaf, átt einhvern skapara? Taramm. Guðfræðingurinn Georges Lemaître hafði reyndar áður sett fram kenninguna um Miklahvell (sem sumir virðast nú halda fram að sé ósamrýmanleg guðstrú í hvaða formi sem er) en sú kenning hafði þá ekki hlotið almenna viðurkenningu. Russell taldi eins og flestir aðrir á þeim tíma að heimurinn ætti sér ekkert upphaf. Og nú deilir Sif með okkur ýmsum tilvistarlegum yfirlýsingum vísindamanna úr röðum guðleysingja sem ganga út á það að dauðinn sé endalok alls og að sálin sé ekki til. Hver veit nema að um síðir muni sitthvað koma í ljós sem rýrir þá ályktun þeirra? Það er þó ekki víst. Af hverju? Jú, vegna þess að þegar þeir setja þessar vangaveltur fram í nafni raunvísinda fara þeir út fyrir verksvið sitt. Immanuel Kant kallaði það tálsýnir skynseminnar að ætla sér að skilja Guð, eilífðina og sálina. Lífið á sér fleiri víddir en þær sem vegnar verða og mældar. Ársæll Arnarson, prófessor í sálfræði við HÍ, ræðir þessi mál í lok bókar sinnar, Síðustu dagar sálarinnar. Honum er það hugleikið hvernig fólk virðist leggja hreinan átrúnað á vísindalegar kenningar, þótt þær séu eðli málsins samkvæmt settar fram í krafti þess að um síðir kunni þær að verða afsannaðar. Ársæll segir: „Þannig virðist fólk jafnvel ímynda sér að taugavísindin hafi fundið heilasvæði sem fyrrum var talið að innihéldi sálina og að komið hafi í ljós að þar var bara efni en engin merki um andleg fyrirbæri. Slíkur átrúnaður er bæði rangur og getur hreinlega haft í för með sér óþarfa þröngsýni og tilfinningalega vanlíðan“ Við sem erum hluti af þjóðkirkjunni höfum ekki áhuga á því að fella stóra dóma. Þjóðkirkjan er ekki dómstóll, hún er líkari torgi þar sem fólk er velkomið með sjónarmið sín og spurningar. Trúin er blessunarlega nógu djúp og breið til að skapa svigrúm fyrir samtal fólks sem lætur sig varða lífið og tilveruna. Trú og vísindi eru engar andstæður, en vísindatrú kann að vera í andstöðu við hvort tveggja, vísindi og trú.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Taugavísindi sýna að við erum ekki með sál.“ Svona kemst merkur taugalíffræðingur að orði. Hann ritaði metsölubók og fékk miklu fleiri gesti á fyrirlestur sinn en biskup við páskamessu sína. Um þetta ritar Sif Sigmarsdóttir í pistli sínum í Fréttablaði laugardagsins. Hún segir okkur svo frá því að raunvísindin hafi nú tekið til við að svara þeim spurningum sem trúin sat áður ein að. Við lestur greinarinnar varð mér hugsað til þekktra rökræðna í breska ríkisútvarpinu frá því um miðja síðustu öld. Heimspekingarnir Bertrand Russell og Frederick Copleston ræddu þar um trúmál. Russell var á móti guðstrú en Copleston kom henni til varnar. Að lokinni þessari rimmu spurðu pistlahöfundar þess tíma sig að því, hvor þeirra hefði haft betur. Niðurstaðan var áhugaverð. Copleston var talinn hafa haft yfirhöndina þegar kom að siðferði og mannlegri breytni. „Ef Guð er dauður er allt leyfilegt,“ sagði Dostojevskí. Hann reyndist þar sannspár um heljarstefnur 20. aldarinnar þar sem valdhafar lutu hvorki valdi að neðan né ofan. Á hinn bóginn átti verjandi guðstrúar engin svör við þeirri rökréttu ályktun hins guðlausa sem var einhvern veginn á þessa leið: Hvernig getur heimur, sem á sér ekkert upphaf, átt einhvern skapara? Taramm. Guðfræðingurinn Georges Lemaître hafði reyndar áður sett fram kenninguna um Miklahvell (sem sumir virðast nú halda fram að sé ósamrýmanleg guðstrú í hvaða formi sem er) en sú kenning hafði þá ekki hlotið almenna viðurkenningu. Russell taldi eins og flestir aðrir á þeim tíma að heimurinn ætti sér ekkert upphaf. Og nú deilir Sif með okkur ýmsum tilvistarlegum yfirlýsingum vísindamanna úr röðum guðleysingja sem ganga út á það að dauðinn sé endalok alls og að sálin sé ekki til. Hver veit nema að um síðir muni sitthvað koma í ljós sem rýrir þá ályktun þeirra? Það er þó ekki víst. Af hverju? Jú, vegna þess að þegar þeir setja þessar vangaveltur fram í nafni raunvísinda fara þeir út fyrir verksvið sitt. Immanuel Kant kallaði það tálsýnir skynseminnar að ætla sér að skilja Guð, eilífðina og sálina. Lífið á sér fleiri víddir en þær sem vegnar verða og mældar. Ársæll Arnarson, prófessor í sálfræði við HÍ, ræðir þessi mál í lok bókar sinnar, Síðustu dagar sálarinnar. Honum er það hugleikið hvernig fólk virðist leggja hreinan átrúnað á vísindalegar kenningar, þótt þær séu eðli málsins samkvæmt settar fram í krafti þess að um síðir kunni þær að verða afsannaðar. Ársæll segir: „Þannig virðist fólk jafnvel ímynda sér að taugavísindin hafi fundið heilasvæði sem fyrrum var talið að innihéldi sálina og að komið hafi í ljós að þar var bara efni en engin merki um andleg fyrirbæri. Slíkur átrúnaður er bæði rangur og getur hreinlega haft í för með sér óþarfa þröngsýni og tilfinningalega vanlíðan“ Við sem erum hluti af þjóðkirkjunni höfum ekki áhuga á því að fella stóra dóma. Þjóðkirkjan er ekki dómstóll, hún er líkari torgi þar sem fólk er velkomið með sjónarmið sín og spurningar. Trúin er blessunarlega nógu djúp og breið til að skapa svigrúm fyrir samtal fólks sem lætur sig varða lífið og tilveruna. Trú og vísindi eru engar andstæður, en vísindatrú kann að vera í andstöðu við hvort tveggja, vísindi og trú.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar