Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. Þegar Sindri var kominn á flugstöðina hafði hann með sér handfarangurstösku og spjaldtölvu.
Sindri Þór yfirgaf landið á áttunda tímanum í gærmorgun með flugi Icelandair til Stokkhólms. Ekkert er vitað um ferðir Sindra frá því að vélin lenti heilu og höldnu á Arlanda flugvelli.
Fram kemur í frétt RÚV að lögreglan hafi í dag yfirheyrt fjóra vegna málsins og þar af hafi tveir stöðu sakbornings. Ljóst þykir að Sindri hafi notið einhverrar aðstoðar við flóttann.
