Inúítar í héraðinu Núnavút í Kanada lifa 10 árum skemur en aðrir Kanadabúar. Frá þessu er greint á vef grænlenska útvarpsins sem vitnar í kanadíska vefmiðilinn Uphere. Meðalævilengd inúíta í Núnavút er aðeins 71 ár.
Bent er á að hluti skýringarinnar sé eðlilegur munur á lífsháttum. Voðaskot og drukknun eru algengari dánarorsakir meðal inúíta en annarra Kanadamanna.
Tæplega fjórðungur Núnavútbúa hefur reglulegt aðgengi að lækni. Í mörgum byggðum eru íbúarnir heppnir komi tannlæknir til þeirra einu sinni á ári.
Meðalævilengd karla á Grænlandi árið 2015 var 69 ár en kvenna 74 ár.
Lífslíkur inúíta í Kanada minni
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
