Erlent

Bondi morðinginn form­lega á­kærður í 59 liðum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Minningarathafnir hafa farið fram víða til að heiðra fórnarlömb árásarinnar.
Minningarathafnir hafa farið fram víða til að heiðra fórnarlömb árásarinnar. AP Photo/Mark Baker

Naveed Akram annar árásarmannanna á Bondi strönd í Ástralíu var í morgun formlega ákærður fyrir ódæðið.

Hann er sakaður um að hafa myrt fimmtán og sært tugi en alls er ákæran í fimmtíu og níu liðum að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Faðir hans, Sajid Akram var felldur af lögreglu á staðnum en árás feðganna á hátíð gyðinga sem fram fór á ströndinni er sú blóðugasta í landinu frá árinu 1996.

Naveed varð einnig fyrir skotum lögreglu og liggur á sjúkrahúsi. Lögregla segir hann á sterkum verkjalyfjum og því hafi enn ekki verið hægt að yfirheyra hann að neinu marki. Auk morðákæru er hann einnig ákærður fyrir að leggja á ráðin um og fyrir að framkvæma hryðjuverk.

Fórnarlömb árásarinnar voru sum hver færð til grafar í morgun, þar á meðal rabbínin Elí Schlanger en hann var á meðal þeirra sem höfðu skipulagt hátíðina á Bondi strönd. Schlanger var liðlega fertugur og lætur eftir sig fimm börn það yngsta aðeins tveggja mánaða gamalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×