Gullið heim Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Er ekki tímabært að við veltum fyrir okkur heimsmeistaratitli í sumar? Verðlaunagripurinn, sem Aron tekur við, var hannaður af Ítalanum Silvio Gazzaniga og fyrst afhentur Franz Beckenbauer, fyrirliða Vestur-Þjóðverja, á HM 1974 í Mexíkó. Fyrirrennari hans var Jules Rimet bikarinn, en þegar Brasilíumenn urðu meistarar 1970 var þeim afhentur hann til eignar. Ekki fór betur en svo að árið 1983 var honum rænt og almennt er talið að hann hafi verið bræddur niður og gullið selt. Það er nóg af gulli í nýja bikarnum. Um 5 af 6,5 kílógrömmunum eru 18 karata gull (um 75 prósent hreint). Eins og aðrir málmar sveiflast verðmæti gulls talsvert í verði og því getum við leikið okkur að því að áætla verðmæti gullsins á verðlagi dagsins í dag í þau 11 skipti sem hann hefur verið reistur til himins að loknum úrslitaleik HM. Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið, svipað og á árunum 2010 og 2014, þrátt fyrir afar miklar verðsveiflur á milli móta, til dæmis miklar verðhækkanir 2011. Lágpunkturinn var í höndum Didier Deschamps í Frakklandi 1998 og Cafú í Suður-Kóreu og Japan 2002 þegar verðmætið var undir 5 milljónum króna. Árið 1974 var verðmæti gullsins 8,9 milljónir króna á verðlagi 2018. Hækkunin nemur því 83 prósentum, eða 1,4 prósenta raunávöxtun á ári. Þokkalegt, en kannski hægt að gera betur. Ef strákarnir okkar eru að velta fyrir sér að bræða gullið og selja yrði það þó ekki nema dropi í hafið sé litið til gullforða landsins, eða um 0,2 prósent aukning. Alþjóðlega skömmin sem óhjákvæmilega fylgdi væri varla þess virði. Skilaboðin okkar til strákanna ættu því að vera: Ekki gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Er ekki tímabært að við veltum fyrir okkur heimsmeistaratitli í sumar? Verðlaunagripurinn, sem Aron tekur við, var hannaður af Ítalanum Silvio Gazzaniga og fyrst afhentur Franz Beckenbauer, fyrirliða Vestur-Þjóðverja, á HM 1974 í Mexíkó. Fyrirrennari hans var Jules Rimet bikarinn, en þegar Brasilíumenn urðu meistarar 1970 var þeim afhentur hann til eignar. Ekki fór betur en svo að árið 1983 var honum rænt og almennt er talið að hann hafi verið bræddur niður og gullið selt. Það er nóg af gulli í nýja bikarnum. Um 5 af 6,5 kílógrömmunum eru 18 karata gull (um 75 prósent hreint). Eins og aðrir málmar sveiflast verðmæti gulls talsvert í verði og því getum við leikið okkur að því að áætla verðmæti gullsins á verðlagi dagsins í dag í þau 11 skipti sem hann hefur verið reistur til himins að loknum úrslitaleik HM. Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið, svipað og á árunum 2010 og 2014, þrátt fyrir afar miklar verðsveiflur á milli móta, til dæmis miklar verðhækkanir 2011. Lágpunkturinn var í höndum Didier Deschamps í Frakklandi 1998 og Cafú í Suður-Kóreu og Japan 2002 þegar verðmætið var undir 5 milljónum króna. Árið 1974 var verðmæti gullsins 8,9 milljónir króna á verðlagi 2018. Hækkunin nemur því 83 prósentum, eða 1,4 prósenta raunávöxtun á ári. Þokkalegt, en kannski hægt að gera betur. Ef strákarnir okkar eru að velta fyrir sér að bræða gullið og selja yrði það þó ekki nema dropi í hafið sé litið til gullforða landsins, eða um 0,2 prósent aukning. Alþjóðlega skömmin sem óhjákvæmilega fylgdi væri varla þess virði. Skilaboðin okkar til strákanna ættu því að vera: Ekki gera það.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar