Stjórnviskulegur búhnykkur – virkjum tengslanetið Anna Þóra Ísfold skrifar 18. apríl 2018 07:00 Mér er hugleikið þakklæti til kvenna, tengslanets kvenna á Íslandi. Hvernig við virkjum það samanborið við tengslanet karla og finnum leiðir til að byggja brýr. Nú þegar 100 ára fullveldi Íslands er fagnað er áhugavert að minnast þess að árið 1915 var kosningaréttur og kjörgengi kvenna til Alþingis varðað með takmörkunum við 40 ára aldur. Kvenfélög höfðu rík áhrif á samfélagið þá sem nú, kvenréttindafrömuðir brýndu raust sína með beittum greinaskrifum um meðal annars launamun kynjanna og breytingar á skilyrðum kosningaréttar. Lesa má á vef Kvennasögusafns Íslands að Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindaskörungur sagði skilyrði kosningaréttarins „hinn nafnfræga íslenska stjórnviskulega búhnykk“. Árið 1920 var kosningaréttur færður til jafns við rétt karla. Í dag má finna fjölda hornsteina jafnréttis í samfélagi okkar sem karlar og konur eiga heiðurinn af og hafa fært okkur meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttis. Enn eru þó tölur úr atvinnulífinu þannig að kalla má þær búhnykk, til umhugsunar fyrir stjórnvöld sem veita umgjörð í gegnum velferðarkerfi og atvinnulíf og stjórnendaval fyrirtækja, þar sem hlutföll kynja endurspegla ekki samfélagið, menntunarstig og fjölbreytt vinnuafl. Velti ég því stundum fyrir mér ef við konur í atvinnulífinu myndum virkja okkur til jafns við karla á þessu sviði, þá færði það okkur nær jafnari hlutföllum í leiðtoga- og stjórnunarstöðum. Orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, eiga hér vel við um að „það kemur að því að konur bjarga heiminum – með hjálp karla.“ Þakklæti til kvenna er mér ofarlega í huga þessi misserin. Hef reynt á eigin skinni hvað tengslanet er dýrmætt meðal annars í kjölfar skipbrots í einkalífi á haustmánuðum, tengslanet í nærumhverfinu bar mig þegar ég gat ekki gengið; mæður, dætur, tengdadóttir, vinkonur og nágrannakonur. Á vetrarmánuðum tók við falleg fjallshlíðin í nýju krefjandi umhverfi þar sem samtímis breytingum í einkalífi voru áskoranir tengdar atvinnuöryggi og innkomu. Með því að taka ákvörðun um að vera berskjölduð og deila áskorunum mínum með samferðakonum í atvinnulífinu fann ég hvernig stuðningur þeirra gaf mér innblástur og hugrekki til að láta til mín taka þrátt fyrir mótbyr. Á því ferðalagi stóðu konur með þor og gildismat til jafns við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur með mér í gegnum hvassan vindinn og skýldu mér. Ég kalla eftir þori okkar allra til að standa upp fyrir samferðakonur okkar, bera á borð visku þeirra og framkvæmdagleði. Látum sögur kvenna sem hafa rutt leiðina veita okkur hvatningu til að breyta samfélaginu þannig að börn okkar lifi við breyttan veruleika í sinni framtíð.Höfundur er stjórnarkona í FKA og ráðgjafi í stafrænni miðlun og markaðsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Mér er hugleikið þakklæti til kvenna, tengslanets kvenna á Íslandi. Hvernig við virkjum það samanborið við tengslanet karla og finnum leiðir til að byggja brýr. Nú þegar 100 ára fullveldi Íslands er fagnað er áhugavert að minnast þess að árið 1915 var kosningaréttur og kjörgengi kvenna til Alþingis varðað með takmörkunum við 40 ára aldur. Kvenfélög höfðu rík áhrif á samfélagið þá sem nú, kvenréttindafrömuðir brýndu raust sína með beittum greinaskrifum um meðal annars launamun kynjanna og breytingar á skilyrðum kosningaréttar. Lesa má á vef Kvennasögusafns Íslands að Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindaskörungur sagði skilyrði kosningaréttarins „hinn nafnfræga íslenska stjórnviskulega búhnykk“. Árið 1920 var kosningaréttur færður til jafns við rétt karla. Í dag má finna fjölda hornsteina jafnréttis í samfélagi okkar sem karlar og konur eiga heiðurinn af og hafa fært okkur meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttis. Enn eru þó tölur úr atvinnulífinu þannig að kalla má þær búhnykk, til umhugsunar fyrir stjórnvöld sem veita umgjörð í gegnum velferðarkerfi og atvinnulíf og stjórnendaval fyrirtækja, þar sem hlutföll kynja endurspegla ekki samfélagið, menntunarstig og fjölbreytt vinnuafl. Velti ég því stundum fyrir mér ef við konur í atvinnulífinu myndum virkja okkur til jafns við karla á þessu sviði, þá færði það okkur nær jafnari hlutföllum í leiðtoga- og stjórnunarstöðum. Orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, eiga hér vel við um að „það kemur að því að konur bjarga heiminum – með hjálp karla.“ Þakklæti til kvenna er mér ofarlega í huga þessi misserin. Hef reynt á eigin skinni hvað tengslanet er dýrmætt meðal annars í kjölfar skipbrots í einkalífi á haustmánuðum, tengslanet í nærumhverfinu bar mig þegar ég gat ekki gengið; mæður, dætur, tengdadóttir, vinkonur og nágrannakonur. Á vetrarmánuðum tók við falleg fjallshlíðin í nýju krefjandi umhverfi þar sem samtímis breytingum í einkalífi voru áskoranir tengdar atvinnuöryggi og innkomu. Með því að taka ákvörðun um að vera berskjölduð og deila áskorunum mínum með samferðakonum í atvinnulífinu fann ég hvernig stuðningur þeirra gaf mér innblástur og hugrekki til að láta til mín taka þrátt fyrir mótbyr. Á því ferðalagi stóðu konur með þor og gildismat til jafns við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur með mér í gegnum hvassan vindinn og skýldu mér. Ég kalla eftir þori okkar allra til að standa upp fyrir samferðakonur okkar, bera á borð visku þeirra og framkvæmdagleði. Látum sögur kvenna sem hafa rutt leiðina veita okkur hvatningu til að breyta samfélaginu þannig að börn okkar lifi við breyttan veruleika í sinni framtíð.Höfundur er stjórnarkona í FKA og ráðgjafi í stafrænni miðlun og markaðsmálum
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun