Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2018 13:24 Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis segir að nefndin muni afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti fyrir sumarleyfi. Söfnuðurinn sem kemur saman í Norræna húsinu í dag verður að teljast allóvenjulegur þar sem gyðingar og múslimar sameinast ásamt fulltrúum kristinna safnaða. En kveikjan að ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga í dag er frumvarp níu þingmanna Framsóknarflokks, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins um bann við umskurði drengja. Auk fulltrúa fyrrgreindra trúarbragða, sem allir leggjast gegn frumvarpinu, mun Ólafur Þór Gunnarsson læknir og þingmaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna frumvarpsins, flytja erindi á ráðstefnunni. Salvör Nordal umboðsmaður barna og Baldur Tumi Baldursson yfirlæknir húð- og kynsjúkdómasviðs Landsspítalans flytja einnig erindi. Níutíu og níu umsagnir um frumvarpið sem Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður að hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd. Þótt fjöldi umsagna frá ýmsum samtökum gyðinga og múslima sé áberandi þar sem lagst er gegn frumvarpinu, hefur einnig borist nokkur fjöldi umsagna frá samtökum og einstaklingum sem hvetja Alþingi til að samþykkja bann við umskurði drengja. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir nefndina ekki endanlega hafa tekið ákvörðun um framhaldið. Það hafi verið rætt í nefndinni í morgun og umsagnarferlinu sé lokið. „Þetta snertir auðvitað ýmis mál. Þetta er ekki bara heilbrigðismál. Þetta er pólitískt mál, trúarlegt mál, menningarsögulegt mál. Við þurfum að vanda okkur með hvaða hætti bið tökumst á við málið,“ segir Páll. Stuðningur er við efni málsins í öllum flokkum. Nokkrir þingmenn hafa þó sett fram efasemdir um að það eigi heima í hegningarlögum og rétt sé að hafa viðurlög við broti á lögunum allt að sex ára fangelsi eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. „Sú afstaða margra úr gyðingasamfélaginu er svo sem þekkt að með þessu værum við ekki bara að glæpavæða umskurðinn sjálfan. Við værum beinlínis að glæpavæða og banna gyðingdóm með ákvörðun af þessu tagi. Þannig að á þessu eru margar og mjög flóknar hliðar sem við eigum eftir að gera endanlega upp við okkur hvernig við tökumst á við,“ segir Páll. Nefndin sé meðal annars að skoða þann möguleika að nefndin skilaði áliti og vísaði málinu áfram til ríkisstjórnarinnar með ósk um nánari úttekt á einstökum þáttum málsins. Það standi hins vegar ekki til að svæfa málið í nefndinni. Nefndin muni afgreiða málið frá sér. „Alveg örugglega. Þetta mál er ekki þess eðlis að nokkur maður hafi áhuga á að gera það sem í eina tíð hefur verið kölluð svæfing. Það er enginn að fara að svæfa málið. Það þarf bara að vanda sig með afgreiðsluna á því,“ segir Páll Magnússon. Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við umskurði drengja, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hún segir flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni leggjast gegn banninu. 15. apríl 2018 14:29 Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt 13. apríl 2018 14:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis segir að nefndin muni afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti fyrir sumarleyfi. Söfnuðurinn sem kemur saman í Norræna húsinu í dag verður að teljast allóvenjulegur þar sem gyðingar og múslimar sameinast ásamt fulltrúum kristinna safnaða. En kveikjan að ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga í dag er frumvarp níu þingmanna Framsóknarflokks, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins um bann við umskurði drengja. Auk fulltrúa fyrrgreindra trúarbragða, sem allir leggjast gegn frumvarpinu, mun Ólafur Þór Gunnarsson læknir og þingmaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna frumvarpsins, flytja erindi á ráðstefnunni. Salvör Nordal umboðsmaður barna og Baldur Tumi Baldursson yfirlæknir húð- og kynsjúkdómasviðs Landsspítalans flytja einnig erindi. Níutíu og níu umsagnir um frumvarpið sem Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður að hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd. Þótt fjöldi umsagna frá ýmsum samtökum gyðinga og múslima sé áberandi þar sem lagst er gegn frumvarpinu, hefur einnig borist nokkur fjöldi umsagna frá samtökum og einstaklingum sem hvetja Alþingi til að samþykkja bann við umskurði drengja. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir nefndina ekki endanlega hafa tekið ákvörðun um framhaldið. Það hafi verið rætt í nefndinni í morgun og umsagnarferlinu sé lokið. „Þetta snertir auðvitað ýmis mál. Þetta er ekki bara heilbrigðismál. Þetta er pólitískt mál, trúarlegt mál, menningarsögulegt mál. Við þurfum að vanda okkur með hvaða hætti bið tökumst á við málið,“ segir Páll. Stuðningur er við efni málsins í öllum flokkum. Nokkrir þingmenn hafa þó sett fram efasemdir um að það eigi heima í hegningarlögum og rétt sé að hafa viðurlög við broti á lögunum allt að sex ára fangelsi eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. „Sú afstaða margra úr gyðingasamfélaginu er svo sem þekkt að með þessu værum við ekki bara að glæpavæða umskurðinn sjálfan. Við værum beinlínis að glæpavæða og banna gyðingdóm með ákvörðun af þessu tagi. Þannig að á þessu eru margar og mjög flóknar hliðar sem við eigum eftir að gera endanlega upp við okkur hvernig við tökumst á við,“ segir Páll. Nefndin sé meðal annars að skoða þann möguleika að nefndin skilaði áliti og vísaði málinu áfram til ríkisstjórnarinnar með ósk um nánari úttekt á einstökum þáttum málsins. Það standi hins vegar ekki til að svæfa málið í nefndinni. Nefndin muni afgreiða málið frá sér. „Alveg örugglega. Þetta mál er ekki þess eðlis að nokkur maður hafi áhuga á að gera það sem í eina tíð hefur verið kölluð svæfing. Það er enginn að fara að svæfa málið. Það þarf bara að vanda sig með afgreiðsluna á því,“ segir Páll Magnússon.
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við umskurði drengja, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hún segir flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni leggjast gegn banninu. 15. apríl 2018 14:29 Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt 13. apríl 2018 14:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við umskurði drengja, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hún segir flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni leggjast gegn banninu. 15. apríl 2018 14:29
Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt 13. apríl 2018 14:30