Nýr verjandi Thomasar Møller segir málið líklega bíða til hausts Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. apríl 2018 06:00 Thomas var dæmdur í 19 ára fangelsi í héraði. Vísir/Anton Mál Thomasar Møller Olsen fer að öllum líkindum ekki fyrir Landsrétt fyrr en í haust. Enn er beðið matsskýrslu sem óskað var eftir til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. „Skýrslan átti að vera tilbúin í byrjun apríl en er ekki komin. Svo höfum við frest til 2. maí til að skila greinargerð í málinu og svo á ákæruvaldið eftir að skila greinargerð og réttargæslumenn þannig að mér finnst nú ólíklegt að þetta verði fyrr en eftir réttarhlé,“ segir Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður. Thomas óskaði nýverið eftir að Björgvin yrði skipaður verjandi hans í stað Páls Rúnars Kristjánssonar sem verið hefur verjandi Thomasar frá því hann var handtekinn í janúar á síðasta ári vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti fer það eftir umfangi málsins hvort málflutningur getur farið fram fyrir réttarhlé og ekki sé unnt að taka afstöðu til þess fyrr en greinargerðum hefur verið skilað. Venju samkvæmt er réttarhlé í júlí og ágúst. Þótt kveðinn hafi verið upp dómur yfir Thomasi í héraði hefur hann ekki enn hafið afplánun heldur situr hann í gæsluvarðhaldi þar til endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp í málinu. Vegna lagaáskilnaðar um að mál séu dæmd án ástæðulauss dráttar, sér í lagi ef menn sem bíða dóms sitja í gæsluvarðhaldi, eru áhöld um hvort það samræmist stjórnarskrá og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu að fresta málflutningi vegna sumarleyfa. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál Møller Olsens fer fyrir Landsrétt Þetta staðfestir embætti Héraðssaksóknara við grænlenska ríkissjónvarpið KNR. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Mál Thomasar Møller Olsen fer að öllum líkindum ekki fyrir Landsrétt fyrr en í haust. Enn er beðið matsskýrslu sem óskað var eftir til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. „Skýrslan átti að vera tilbúin í byrjun apríl en er ekki komin. Svo höfum við frest til 2. maí til að skila greinargerð í málinu og svo á ákæruvaldið eftir að skila greinargerð og réttargæslumenn þannig að mér finnst nú ólíklegt að þetta verði fyrr en eftir réttarhlé,“ segir Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður. Thomas óskaði nýverið eftir að Björgvin yrði skipaður verjandi hans í stað Páls Rúnars Kristjánssonar sem verið hefur verjandi Thomasar frá því hann var handtekinn í janúar á síðasta ári vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti fer það eftir umfangi málsins hvort málflutningur getur farið fram fyrir réttarhlé og ekki sé unnt að taka afstöðu til þess fyrr en greinargerðum hefur verið skilað. Venju samkvæmt er réttarhlé í júlí og ágúst. Þótt kveðinn hafi verið upp dómur yfir Thomasi í héraði hefur hann ekki enn hafið afplánun heldur situr hann í gæsluvarðhaldi þar til endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp í málinu. Vegna lagaáskilnaðar um að mál séu dæmd án ástæðulauss dráttar, sér í lagi ef menn sem bíða dóms sitja í gæsluvarðhaldi, eru áhöld um hvort það samræmist stjórnarskrá og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu að fresta málflutningi vegna sumarleyfa.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál Møller Olsens fer fyrir Landsrétt Þetta staðfestir embætti Héraðssaksóknara við grænlenska ríkissjónvarpið KNR. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Mál Møller Olsens fer fyrir Landsrétt Þetta staðfestir embætti Héraðssaksóknara við grænlenska ríkissjónvarpið KNR. 31. október 2017 06:00