Að bjarga heiminum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. apríl 2018 10:00 Löngum hafa foreldrar lagt börnum sínum hinar ýmsu lífsreglur, bæði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um umhverfið. Kynslóðir hafa fengið þessa ábendingu, en eitthvað gleymist greinilega á vegferðinni í gegnum lífið því það er nokkuð sama hvert er farið, ruslið blasir við. Þetta gerist þrátt fyrir að það teljist til almennra mannasiða að henda ekki frá sér rusli og skilja eftir í umhverfinu. Almennir mannasiðir eru kannski ekki svo almennir. Þótt útlitið sé ekki fallegt og sóðaskapurinn blasi við í alltof miklum mæli þá glittir samt í sólargeisla. Þar er á ferð hópur fólks sem hefur ekki geð í sér til að horfa upp á torg, stræti og náttúru fyllast af rusli. Þetta röska fólk telur ekki eftir sér að ganga um og tína upp ruslið sem náunginn fleygði frá sér í hugsunarleysi. Þarna er alls konar fólk á ferð og á öllum aldri. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli en aðrir. Það á til dæmis við um hinn unga Atla Svavarsson, sem á dögunum hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þessi ellefu ára gamli verðlaunahafi stofnaði fyrir rúmu ári verkefni, sem nefnist hinu hugumstóra nafni, „Save the world“ og snýst um að tína rusl úr umhverfinu. „Það er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki það erfitt,“ segir Atli réttilega. Í ljóði eftir Guðmund Böðvarsson stendur: „Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin/ er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.“ Æskan er ekki að bregðast landinu, eins og sést í verkum hins unga Atla. Meðan fullorðnar sjóaðar sálir eru margar hverjar orðnar fremur hertar í kaldlyndi sínu og hafa fyrir löngu gefist upp á hugmyndinni um að bjarga heimi sem virðist ekki vera viðbjargandi þá lætur Atli hendur standa fram úr ermum. Honum tekst á hverjum degi að gera umhverfið fegurra. Það framtak hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um að ef allir leggja sitt litla lóð á vogarskálar þá verður árangur um leið afar sjáanlegur. Það er ekki vita vonlaust að bjarga heiminum. Það veit Atli mætavel og vonandi verður hann alltaf á þeirri skoðun. Um allt land er fólk sem ann náttúrunni og situr ekki aðgerðarlaust hjá heldur fer af stað til að tína upp rusl og fylla poka og sekki. Einhvers staðar eru þeir líka sóðarnir sem stöðugt menga umhverfið með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum og sennilega hugsa þeir ekkert sérstaklega um það að þeir séu að skemma umhverfi sitt, hvað þá að þeir fyllist votti af sektarkennd við tilhugsunina um að það komi í annarra hlut að taka til eftir þá. Skilaboðin til þeirra eru hins vegar skýr, þökk sé þeim fjölda landsmanna sem ofbýður ástandið og reyna að grípa í taumana með því að láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Löngum hafa foreldrar lagt börnum sínum hinar ýmsu lífsreglur, bæði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um umhverfið. Kynslóðir hafa fengið þessa ábendingu, en eitthvað gleymist greinilega á vegferðinni í gegnum lífið því það er nokkuð sama hvert er farið, ruslið blasir við. Þetta gerist þrátt fyrir að það teljist til almennra mannasiða að henda ekki frá sér rusli og skilja eftir í umhverfinu. Almennir mannasiðir eru kannski ekki svo almennir. Þótt útlitið sé ekki fallegt og sóðaskapurinn blasi við í alltof miklum mæli þá glittir samt í sólargeisla. Þar er á ferð hópur fólks sem hefur ekki geð í sér til að horfa upp á torg, stræti og náttúru fyllast af rusli. Þetta röska fólk telur ekki eftir sér að ganga um og tína upp ruslið sem náunginn fleygði frá sér í hugsunarleysi. Þarna er alls konar fólk á ferð og á öllum aldri. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli en aðrir. Það á til dæmis við um hinn unga Atla Svavarsson, sem á dögunum hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þessi ellefu ára gamli verðlaunahafi stofnaði fyrir rúmu ári verkefni, sem nefnist hinu hugumstóra nafni, „Save the world“ og snýst um að tína rusl úr umhverfinu. „Það er ekki gott fyrir umhverfið að henda rusli á víðavangi. Hættið þessu og setjið það í ruslatunnu. Það er ekki það erfitt,“ segir Atli réttilega. Í ljóði eftir Guðmund Böðvarsson stendur: „Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin/ er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.“ Æskan er ekki að bregðast landinu, eins og sést í verkum hins unga Atla. Meðan fullorðnar sjóaðar sálir eru margar hverjar orðnar fremur hertar í kaldlyndi sínu og hafa fyrir löngu gefist upp á hugmyndinni um að bjarga heimi sem virðist ekki vera viðbjargandi þá lætur Atli hendur standa fram úr ermum. Honum tekst á hverjum degi að gera umhverfið fegurra. Það framtak hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um að ef allir leggja sitt litla lóð á vogarskálar þá verður árangur um leið afar sjáanlegur. Það er ekki vita vonlaust að bjarga heiminum. Það veit Atli mætavel og vonandi verður hann alltaf á þeirri skoðun. Um allt land er fólk sem ann náttúrunni og situr ekki aðgerðarlaust hjá heldur fer af stað til að tína upp rusl og fylla poka og sekki. Einhvers staðar eru þeir líka sóðarnir sem stöðugt menga umhverfið með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum og sennilega hugsa þeir ekkert sérstaklega um það að þeir séu að skemma umhverfi sitt, hvað þá að þeir fyllist votti af sektarkennd við tilhugsunina um að það komi í annarra hlut að taka til eftir þá. Skilaboðin til þeirra eru hins vegar skýr, þökk sé þeim fjölda landsmanna sem ofbýður ástandið og reyna að grípa í taumana með því að láta verkin tala.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar