Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 16:03 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir kjararáð bera einhverja ábyrgð á uppnámi í kjaraviðræðum ljósmæðra. Vísir/Ernir „Það er ekkert hægt að skýra þetta með öðrum hætti heldur en að þetta sé birtingarmynd kerfislægs kynjamisréttis“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra í þættinum Sprengisandi í dag. Hann var gestur þáttarins ásamt þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, og Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að samningar næðust við ljósmæður sem allra fyrst. „Það er ekki ljósmæðrum að kenna að kjaraviðræður eru í uppnámi. Það sem miklu frekar hefur skapað það eru fordæmalausar hækkanir kjararáðs og launatoppa í viðskiptalífinu“ sagði Logi. Hann sagði það vera mikilvægt að taka málið föstum tökum og hvatti þingmenn til að styðja við þingsályktunartillögu Þorsteins Víglundssonar um bætt kjör kvennastétta.Ummæli heilbrigðisráðherra vandræðaleg Logi talaði um ummæli sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lét falla í fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudag þar sem honum þótti hún gefa í skyn að ljósmæður gætu sjálfum um kennt af því þær hefðu valið vitlaust stéttarfélag. Hann sagði það vera furðulegt að ljósmæður lækkuðu í launum eftir tveggja ára nám og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna þeirra á Landspítalanum. Hann sagði söguna hafa sýnt það að ekki allir skili sér til baka eftir uppsagnir og það hafi legið lengi fyrir að erfið staða væri fyrir höndum þegar kæmi að endurnýjun í stéttinni. Kjaramál Tengdar fréttir Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
„Það er ekkert hægt að skýra þetta með öðrum hætti heldur en að þetta sé birtingarmynd kerfislægs kynjamisréttis“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra í þættinum Sprengisandi í dag. Hann var gestur þáttarins ásamt þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, og Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að samningar næðust við ljósmæður sem allra fyrst. „Það er ekki ljósmæðrum að kenna að kjaraviðræður eru í uppnámi. Það sem miklu frekar hefur skapað það eru fordæmalausar hækkanir kjararáðs og launatoppa í viðskiptalífinu“ sagði Logi. Hann sagði það vera mikilvægt að taka málið föstum tökum og hvatti þingmenn til að styðja við þingsályktunartillögu Þorsteins Víglundssonar um bætt kjör kvennastétta.Ummæli heilbrigðisráðherra vandræðaleg Logi talaði um ummæli sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lét falla í fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudag þar sem honum þótti hún gefa í skyn að ljósmæður gætu sjálfum um kennt af því þær hefðu valið vitlaust stéttarfélag. Hann sagði það vera furðulegt að ljósmæður lækkuðu í launum eftir tveggja ára nám og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna þeirra á Landspítalanum. Hann sagði söguna hafa sýnt það að ekki allir skili sér til baka eftir uppsagnir og það hafi legið lengi fyrir að erfið staða væri fyrir höndum þegar kæmi að endurnýjun í stéttinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46
Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30
Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45