Marcus Walker klárar úrslitakeppnina með KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. apríl 2018 08:00 Walker í bikarleiknum gegn Blikum í vetur. Þá minnti hann alla á hversu góður hann er. vísir/eyþór Íslandsmeistarar KR fengu heldur betur góðan liðsstyrk í morgun er Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker lenti í Keflavík. Hann er kominn til þess að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni. Walker, sem er 31 árs gamall, er enn skráður í KR og löglegur með liðinu enda lék hann með B-liði KR í bikarkeppninni fyrr í vetur. „Það er gott að eiga mikið af KR-ingum út í hinum stóra heimi,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en KR-ingar stefna á að tefla Walker fram í fjórða leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Walker verður eflaust þreyttur en mun samt spila eitthvað. Meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar er aðalástæðan fyrir því að KR-ingar hóa í sinn gamla félaga. Jón hefur lítið sem ekkert getað beitt sér í síðustu leikjum og staðan á honum lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Í bikarleiknum gegn Blikum í vetur þá var Walker með 42 stig, 7 þrista og 6 stoðsendingar í 100-108 tapi á móti Breiðabliki í bikarnum.Walker fagnar í síðasta leik sínum með KR í Íslandsmótinu árið 2011.vísir/antonMarcus Walker hefur því skorað 40 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í búningi KR því hann skoraði líka 40 stig í lokaleiknum í úrslitakeppninni vorið 2011. KR vann þá titilinn í fjórða leik í Garðabænum og auk stiganna 40 var Marcus með 8 stolna bolta, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Frammistaða Marcus Walker í úrslitakeppninni 2011 var mögnuð. Hann skoraði 30,2 stig að meðaltali og hækkaði meðalskor sitt um sjö stig frá því í deildarkeppninni (23,2). Marcus hitti úr 49 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitakeppninni fyrir sjö árum og setti niður 3,5 þrista að meðaltali í leik. Hann var einnig með 4,0 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik. Tveir leikmenn KR-liðsins í dag léku með Marcus Íslandsmeistaravorið 2011 en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Atli Magnússon, sem er leikmaður Hauka í dag, var einnig með KR í þessari úrslitakeppni sem og Matthías Orri Sigurðarson sem leikur nú lykilhlutverk með ÍR-liðinu. Rimma KR og Hauka hefur verið frábær hingað til og koma Walker til KR-inga á aðeins eftir að gera rimmu liðanna enn meira spennandi. KR-ingar ætla að byrja upphitun fyrir leikinn snemma í dag. Kveikt verður á grillunum klukkan 17.00 og stuðningsmenn geta því byrjað að þjappa sér saman snemma. Miðasala á leikinn er hafin á netinu og má kaupa miða á leikinn hér. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Íslandsmeistarar KR fengu heldur betur góðan liðsstyrk í morgun er Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker lenti í Keflavík. Hann er kominn til þess að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni. Walker, sem er 31 árs gamall, er enn skráður í KR og löglegur með liðinu enda lék hann með B-liði KR í bikarkeppninni fyrr í vetur. „Það er gott að eiga mikið af KR-ingum út í hinum stóra heimi,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en KR-ingar stefna á að tefla Walker fram í fjórða leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Walker verður eflaust þreyttur en mun samt spila eitthvað. Meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar er aðalástæðan fyrir því að KR-ingar hóa í sinn gamla félaga. Jón hefur lítið sem ekkert getað beitt sér í síðustu leikjum og staðan á honum lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Í bikarleiknum gegn Blikum í vetur þá var Walker með 42 stig, 7 þrista og 6 stoðsendingar í 100-108 tapi á móti Breiðabliki í bikarnum.Walker fagnar í síðasta leik sínum með KR í Íslandsmótinu árið 2011.vísir/antonMarcus Walker hefur því skorað 40 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í búningi KR því hann skoraði líka 40 stig í lokaleiknum í úrslitakeppninni vorið 2011. KR vann þá titilinn í fjórða leik í Garðabænum og auk stiganna 40 var Marcus með 8 stolna bolta, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Frammistaða Marcus Walker í úrslitakeppninni 2011 var mögnuð. Hann skoraði 30,2 stig að meðaltali og hækkaði meðalskor sitt um sjö stig frá því í deildarkeppninni (23,2). Marcus hitti úr 49 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitakeppninni fyrir sjö árum og setti niður 3,5 þrista að meðaltali í leik. Hann var einnig með 4,0 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik. Tveir leikmenn KR-liðsins í dag léku með Marcus Íslandsmeistaravorið 2011 en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Atli Magnússon, sem er leikmaður Hauka í dag, var einnig með KR í þessari úrslitakeppni sem og Matthías Orri Sigurðarson sem leikur nú lykilhlutverk með ÍR-liðinu. Rimma KR og Hauka hefur verið frábær hingað til og koma Walker til KR-inga á aðeins eftir að gera rimmu liðanna enn meira spennandi. KR-ingar ætla að byrja upphitun fyrir leikinn snemma í dag. Kveikt verður á grillunum klukkan 17.00 og stuðningsmenn geta því byrjað að þjappa sér saman snemma. Miðasala á leikinn er hafin á netinu og má kaupa miða á leikinn hér.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti