Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2018 14:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm „Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“ Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent