Bein leið og gatan liggur greið – eða hvað? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 07:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar. Nýjasta plaggið sem þingið hefur til umfjöllunar er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er margt ágætt, annað ekki. Til að mynda finnst mér með öllu óljóst hver áform ríkisstjórnarinnar eru um „stóreflingu fjárframlaga til vegaframkvæmda“ eins og hún var kynnt í stjórnarsáttmála fyrir fáeinum mánuðum. Ég viðurkenni að ég batt vonir við að áform stjórnarinnar myndu skýrast með tilkomu áætlunarinnar. En reyndin er sú að ég er mun ringlaðri. Stórsóknin felst sem sagt í því að ríkistjórnin ætlar að auka fjárframlög til vegaframkvæmda á næstu árum um það sem jafngildir um það bil einum jarðgöngum. Eða 5,5 milljörðum á ári í þrjú ár sem nemur 0,2 prósentum af landsframleiðslu. Ljóst er að það mun lítt duga til að stórefla samgöngur enda er verkefnið ærið og löngu tímabært. Væntingar verða því að brostnum vonum í einn eitt skiptið, þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu.Orðin tóm Ég spurði forsætisráðherra í vikunni hvort hún væri með þessu að boða það að veggjöld yrðu sett á til þess að fjármagna vegakerfið. Sjónarmið forsætisráðherra hafa hingað til verið nokkuð skýr og voru það fram eftir árinu 2017. En það var þá og enn og aftur virðast hugsjónir vera lagðar á hilluna. Katrín Jakobsdóttir hélt til að mynda ræðu á Alþingi í júní í fyrra í umræðu um fjármálaáætlun og beindi þá spjótum sínum að Jóni Gunnarssyni, ráðherra og núverandi samherja hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu, um að það væri „athyglisvert að hlusta á hæstv. samgönguráðherra sem talar eins og honum sé nauðugur einn kostur að fara að setja á veggjöld. Honum er það ekkert nauðugur kostur. Það eru pólitískar ákvarðanir á bak við það sem birtast í fjármálaáætluninni þar sem ekki má hækka skatta, það á meira að segja að lækka þá inn í þensluna. Í staðinn á að fara að skattleggja þá sem keyra um vegina með gjaldtöku“. Í október sama ár kallaði Katrín tillögur stjórnvalda í samgöngumálum gervilausnir og sagði „...það á bara helst að koma þeim í einkaframkvæmd og leggja á vegatolla einungis vegna þess að stjórnvöld treysta sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber.“ Það er nefnilega það. Það sama má segja um Sigurð Inga Jóhannesson sem tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrst útilokaði hann veggjöld og sagði ekki stafkrók vera um veggjöld í stjórnarsáttmálanum og engar áætlanir um slíkar aðgerðir og lagði þar með áform forvera hans Jóns Gunnarssonar rakleiðis til hliðar. Nú kemur á daginn að ráðherrann fær ekki nóg til að geta sinnt stóru loforðunum og þá lýsir hann yfir vilja til að skoða leiðir til að byggja upp án aðkomu ríkisins og útilokar ekki vegtolla. Ráðherrann snýst eins og vindhani en eftir stendur ófjármagnað vegakerfi, sem vanrækt hefur verið of lengi. Hringavitleysa og feluleikur Því vaknar upp spurningin um það hvort veggjöld verði sett á eða ekki og hvernig nauðsynleg viðbótarframlög til vegamála verði fjármögnuð, þar sem umrædd fjármálaáætlun stendur ekki undir brýnustu samgönguframkvæmdum. Ófyrirsjáanleikinn er hrópandi. Allt á að gera fyrir alla en ekki er sagt berum orðum hvernig það verður gert. Almenningur fær ekki að heyra alla söguna vegna augljóss ágreinings ríkisstjórnarflokkanna um forgangsröðun verkefna. Þessi umræða þarf hins vegar að eiga sér stað. Því hlýt ég að spyrja. Hvert verður framhaldið? Hvernig endar þessi farsi? Hver gefur eftir og hver fær hvað í staðinn? Þetta fer að verða eins og gamli góði Fóstbræðrasketsinn um bílastæðaverðina. Ráðherrar snúast í hringi og benda í allar áttir. Líklega þurfum við að bíða óþreyjufull til næsta þáttar og sjá til hvaða snúning ríkisstjórnarflokkarnir þrír taka næst. Tími á popp og kók?Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Vegtollar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar. Nýjasta plaggið sem þingið hefur til umfjöllunar er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er margt ágætt, annað ekki. Til að mynda finnst mér með öllu óljóst hver áform ríkisstjórnarinnar eru um „stóreflingu fjárframlaga til vegaframkvæmda“ eins og hún var kynnt í stjórnarsáttmála fyrir fáeinum mánuðum. Ég viðurkenni að ég batt vonir við að áform stjórnarinnar myndu skýrast með tilkomu áætlunarinnar. En reyndin er sú að ég er mun ringlaðri. Stórsóknin felst sem sagt í því að ríkistjórnin ætlar að auka fjárframlög til vegaframkvæmda á næstu árum um það sem jafngildir um það bil einum jarðgöngum. Eða 5,5 milljörðum á ári í þrjú ár sem nemur 0,2 prósentum af landsframleiðslu. Ljóst er að það mun lítt duga til að stórefla samgöngur enda er verkefnið ærið og löngu tímabært. Væntingar verða því að brostnum vonum í einn eitt skiptið, þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu.Orðin tóm Ég spurði forsætisráðherra í vikunni hvort hún væri með þessu að boða það að veggjöld yrðu sett á til þess að fjármagna vegakerfið. Sjónarmið forsætisráðherra hafa hingað til verið nokkuð skýr og voru það fram eftir árinu 2017. En það var þá og enn og aftur virðast hugsjónir vera lagðar á hilluna. Katrín Jakobsdóttir hélt til að mynda ræðu á Alþingi í júní í fyrra í umræðu um fjármálaáætlun og beindi þá spjótum sínum að Jóni Gunnarssyni, ráðherra og núverandi samherja hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu, um að það væri „athyglisvert að hlusta á hæstv. samgönguráðherra sem talar eins og honum sé nauðugur einn kostur að fara að setja á veggjöld. Honum er það ekkert nauðugur kostur. Það eru pólitískar ákvarðanir á bak við það sem birtast í fjármálaáætluninni þar sem ekki má hækka skatta, það á meira að segja að lækka þá inn í þensluna. Í staðinn á að fara að skattleggja þá sem keyra um vegina með gjaldtöku“. Í október sama ár kallaði Katrín tillögur stjórnvalda í samgöngumálum gervilausnir og sagði „...það á bara helst að koma þeim í einkaframkvæmd og leggja á vegatolla einungis vegna þess að stjórnvöld treysta sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber.“ Það er nefnilega það. Það sama má segja um Sigurð Inga Jóhannesson sem tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrst útilokaði hann veggjöld og sagði ekki stafkrók vera um veggjöld í stjórnarsáttmálanum og engar áætlanir um slíkar aðgerðir og lagði þar með áform forvera hans Jóns Gunnarssonar rakleiðis til hliðar. Nú kemur á daginn að ráðherrann fær ekki nóg til að geta sinnt stóru loforðunum og þá lýsir hann yfir vilja til að skoða leiðir til að byggja upp án aðkomu ríkisins og útilokar ekki vegtolla. Ráðherrann snýst eins og vindhani en eftir stendur ófjármagnað vegakerfi, sem vanrækt hefur verið of lengi. Hringavitleysa og feluleikur Því vaknar upp spurningin um það hvort veggjöld verði sett á eða ekki og hvernig nauðsynleg viðbótarframlög til vegamála verði fjármögnuð, þar sem umrædd fjármálaáætlun stendur ekki undir brýnustu samgönguframkvæmdum. Ófyrirsjáanleikinn er hrópandi. Allt á að gera fyrir alla en ekki er sagt berum orðum hvernig það verður gert. Almenningur fær ekki að heyra alla söguna vegna augljóss ágreinings ríkisstjórnarflokkanna um forgangsröðun verkefna. Þessi umræða þarf hins vegar að eiga sér stað. Því hlýt ég að spyrja. Hvert verður framhaldið? Hvernig endar þessi farsi? Hver gefur eftir og hver fær hvað í staðinn? Þetta fer að verða eins og gamli góði Fóstbræðrasketsinn um bílastæðaverðina. Ráðherrar snúast í hringi og benda í allar áttir. Líklega þurfum við að bíða óþreyjufull til næsta þáttar og sjá til hvaða snúning ríkisstjórnarflokkarnir þrír taka næst. Tími á popp og kók?Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar