Ívar: Þetta var viljandi hjá Brynjari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2018 11:32 Ívar Ásgrímsson ræðir við sína menn. vísir/bára Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sér ekki eftir orðum sínum efir annan leik KR og Hauka og er enn fremur mjög ósáttur við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. „Ég er hundfúll. Mér fannst við ekki spila vel og þetta er fyrsti leikurinn þar sem KR-ingarnir spila betur en við. Við vorum máttlausir og ég var mjög ósáttur við hvernig við komum til leiks. Við vorum undir í baráttunni og töpum út af því,“ segir Ívar í morgun en það náðist ekki að taka viðtal við hann eftir leik í gær. Ívar talaði nokkuð digurbarkalega eftir tapið gegn KR í öðrum leik liðanna. „Þeir komu ekki til baka. Við réttum þeim þetta. Við sýndum öllum í húsinu að við erum betra liðið og þeir vita það innst inni,“ sagði Ívar við Vísi og bætti í er hann talaði við karfan.is. „Þetta var sumargjöf okkar Hafnfirðinga í Vesturbæinn. Við sýndum að við erum betra liðið. KR-ingar þurfa að koma skjálfandi til okkar. Eina sem þeir geta gert er að reyna að æsa leikinn upp til þess að vinna okkur,“ sagði Ívar við karfan.is. Margir hafa gagnrýnt þessi orð Ívars og sagt óþarfi hjá honum að æsa KR-ingana upp með þessum orðum. Hann sér þó ekki eftir neinu. „Ég sé ekkert eftir þessu því við vorum búnir að vera betri en KR-ingarnir í tveimur leikjum. Ég sagði hlutina bara eins og þeir voru. Ef þeir geta komið með rök á móti þá er það bara fínt,“ segir Ívar ákveðinn.Haukamaðurinn Emil Barja endaði blóðugur á gólfinu í leiknum eftir að hafa fengið högg frá KR-ingnum Brynjar Þór Björnssyni. Það atvik var ekki til þess að kæta þjálfara Hauka og má sjá hér að ofan. „Þetta var viljandi brot. Þannig blasti það við mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lemur okkar menn. Ég held að þetta sé í fjórða eða fimmta skiptið sem hann gerir þetta viljandi,“ segir Ívar ósáttur og bætir við að mikið hafi blætt úr Emil sem sé með glóðarauga í dag. „Eftir síðasta leik þá gaf hann viljandi olnbogaskot eftir leik. Dómararnir horfðu á þetta og gerðu ekki neitt. Þetta er orðið frekar pirrandi en við þurfum að taka þessu eins og öðru.“ Er þessi frétt er skrifuð liggur ekki fyrir hvort þetta mál verði tekið fyrir hjá KKÍ en Haukarnir eru að íhuga að kvarta. „Þetta mál er á borði stjórnar og ég kem ekki nálægt því. Ég veit að það var umræða innan stjórnar um að kvarta til KKÍ en ég sagðist ekkert ætla að koma nálægt því.“ Fjórði leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni klukkan 20.00 á laugardag. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu. 12. apríl 2018 14:27 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-84 | KR komið yfir í einvíginu KR-ingar sýndu rosalega seiglu til að landa sigri á Ásvöllum. Andlegur styrkur mikilvægt einkenni liðsins og skilaði sér í kvöld 11. apríl 2018 22:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sér ekki eftir orðum sínum efir annan leik KR og Hauka og er enn fremur mjög ósáttur við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. „Ég er hundfúll. Mér fannst við ekki spila vel og þetta er fyrsti leikurinn þar sem KR-ingarnir spila betur en við. Við vorum máttlausir og ég var mjög ósáttur við hvernig við komum til leiks. Við vorum undir í baráttunni og töpum út af því,“ segir Ívar í morgun en það náðist ekki að taka viðtal við hann eftir leik í gær. Ívar talaði nokkuð digurbarkalega eftir tapið gegn KR í öðrum leik liðanna. „Þeir komu ekki til baka. Við réttum þeim þetta. Við sýndum öllum í húsinu að við erum betra liðið og þeir vita það innst inni,“ sagði Ívar við Vísi og bætti í er hann talaði við karfan.is. „Þetta var sumargjöf okkar Hafnfirðinga í Vesturbæinn. Við sýndum að við erum betra liðið. KR-ingar þurfa að koma skjálfandi til okkar. Eina sem þeir geta gert er að reyna að æsa leikinn upp til þess að vinna okkur,“ sagði Ívar við karfan.is. Margir hafa gagnrýnt þessi orð Ívars og sagt óþarfi hjá honum að æsa KR-ingana upp með þessum orðum. Hann sér þó ekki eftir neinu. „Ég sé ekkert eftir þessu því við vorum búnir að vera betri en KR-ingarnir í tveimur leikjum. Ég sagði hlutina bara eins og þeir voru. Ef þeir geta komið með rök á móti þá er það bara fínt,“ segir Ívar ákveðinn.Haukamaðurinn Emil Barja endaði blóðugur á gólfinu í leiknum eftir að hafa fengið högg frá KR-ingnum Brynjar Þór Björnssyni. Það atvik var ekki til þess að kæta þjálfara Hauka og má sjá hér að ofan. „Þetta var viljandi brot. Þannig blasti það við mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lemur okkar menn. Ég held að þetta sé í fjórða eða fimmta skiptið sem hann gerir þetta viljandi,“ segir Ívar ósáttur og bætir við að mikið hafi blætt úr Emil sem sé með glóðarauga í dag. „Eftir síðasta leik þá gaf hann viljandi olnbogaskot eftir leik. Dómararnir horfðu á þetta og gerðu ekki neitt. Þetta er orðið frekar pirrandi en við þurfum að taka þessu eins og öðru.“ Er þessi frétt er skrifuð liggur ekki fyrir hvort þetta mál verði tekið fyrir hjá KKÍ en Haukarnir eru að íhuga að kvarta. „Þetta mál er á borði stjórnar og ég kem ekki nálægt því. Ég veit að það var umræða innan stjórnar um að kvarta til KKÍ en ég sagðist ekkert ætla að koma nálægt því.“ Fjórði leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni klukkan 20.00 á laugardag.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu. 12. apríl 2018 14:27 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-84 | KR komið yfir í einvíginu KR-ingar sýndu rosalega seiglu til að landa sigri á Ásvöllum. Andlegur styrkur mikilvægt einkenni liðsins og skilaði sér í kvöld 11. apríl 2018 22:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu. 12. apríl 2018 14:27
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-84 | KR komið yfir í einvíginu KR-ingar sýndu rosalega seiglu til að landa sigri á Ásvöllum. Andlegur styrkur mikilvægt einkenni liðsins og skilaði sér í kvöld 11. apríl 2018 22:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum