Margar eru skýrslurnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. apríl 2018 10:00 „Ráðherra hefur skipað nefnd,“ er setning sem hljómar ofur kunnuglega í eyrum landsmanna. Nefndir og skýrslur eru nefnilega ær og kýr ráðherra. Það er eins og stjórnvöldum finnist að ekki sé hægt að taka á vanda fyrr en búið sé að kortleggja hann í skýrslu, jafnvel þótt hann blasi við öllum. Af þessu leiðir að hinar óteljandi nefndir skila iðulega niðurstöðum sem geta ekki flokkast öðruvísi en sem almenn tíðindi. Enn ein skýrslan leit dagsins ljós á dögunum. Það er skýrsla um þolmörk ferðamennsku, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Eins og oft kemur fyrir í skýrslum eru í þessari skýrslu sögð óskemmtileg tíðindi sem koma þó engan veginn á óvart. Niðurstaðan er sú að álagið á ýmsar náttúruperlur og friðlýst svæði vegna ágangs ferðamanna sé orðið svo mikið að staðirnir séu hreinlega í hættu. Þar skorti stýringu, vörslu og vöktun. Ekki flokkast þetta sem stórfréttir. Landsmenn hafa gert sér grein fyrir þessari stöðu mála í nokkurn tíma og ekki hefði hún átt að fara fram hjá stjórnvöldum. En í þessum málum, eins og of mörgum öðrum, er lítið gert. Það bitnar á náttúru landsins. Ekki þarf annað en að leggja leið sína að Geysi og Gullfossi til að sjá hversu illa leiknir þessir staðir eru og hið sama á við um fjölmörg önnur svæði. Þessi eyðilegging varð ekki á einum degi heldur á löngum tíma þannig að næg tækifæri hefðu átt að vera til aðgerða. Það er alkunn staðreynd að náttúran er viðkvæm og þarfnast verndar fyrir ágangi. Þegar kemur að ferðamennsku hér á landi hefur gróðasjónarmið of oft verið sett í forgang, reyndar svo mjög að stundum hefur virst sem náttúruspjöll séu einfaldlega flokkuð sem ákveðinn fórnarkostnaður. Eða hvernig má öðruvísi skýra það hversu hægt gengur að grípa til aðgerða, þótt alvara málsins sé ljós? Ferðamálaráðherra boðar aðgerðir en segir um leið að málið sé flókið, til dæmis sé óljóst hver beri ábyrgðina, sum svæði séu í eigu ríkisins en önnur í eigu sveitarfélaga og einstaklinga. Ekki hljómar þetta svo ofur flókið, þarna þurfa ríki, sveitarfélög og einstaklingar einfaldlega að leggjast á eitt. Örugglega eru þar einhverjir sem eru einungis með gróðasjónarmið í huga en ekki náttúruvernd, en það er einnig hagur peningaaflanna að náttúran fái að njóta sín. Ferðamenn koma til að sjá náttúruna og dást að henni og eru tilbúnir að greiða fyrir þá upplifun. Það er sameiginlegur hagur allra, bæði náttúruverndarsinna og gróðahyggjumanna, að vernda íslenska náttúru. Það er síðan fullkomlega ljóst hverjir bera siðferðilega ábyrgð á íslenskri náttúru. Það gerum við öll. Það er skylda okkar að hlúa að náttúru landsins og vernda hana. Það verður eilífur smánarblettur á þessari þjóð ef hún ætlar að horfa aðgerðarlaus upp á eyðileggingu á náttúruperlum landsins. Grípa þarf til aðgerða og það strax. Við getum ekki beðið lengur. Flóknara er það nú ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
„Ráðherra hefur skipað nefnd,“ er setning sem hljómar ofur kunnuglega í eyrum landsmanna. Nefndir og skýrslur eru nefnilega ær og kýr ráðherra. Það er eins og stjórnvöldum finnist að ekki sé hægt að taka á vanda fyrr en búið sé að kortleggja hann í skýrslu, jafnvel þótt hann blasi við öllum. Af þessu leiðir að hinar óteljandi nefndir skila iðulega niðurstöðum sem geta ekki flokkast öðruvísi en sem almenn tíðindi. Enn ein skýrslan leit dagsins ljós á dögunum. Það er skýrsla um þolmörk ferðamennsku, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Eins og oft kemur fyrir í skýrslum eru í þessari skýrslu sögð óskemmtileg tíðindi sem koma þó engan veginn á óvart. Niðurstaðan er sú að álagið á ýmsar náttúruperlur og friðlýst svæði vegna ágangs ferðamanna sé orðið svo mikið að staðirnir séu hreinlega í hættu. Þar skorti stýringu, vörslu og vöktun. Ekki flokkast þetta sem stórfréttir. Landsmenn hafa gert sér grein fyrir þessari stöðu mála í nokkurn tíma og ekki hefði hún átt að fara fram hjá stjórnvöldum. En í þessum málum, eins og of mörgum öðrum, er lítið gert. Það bitnar á náttúru landsins. Ekki þarf annað en að leggja leið sína að Geysi og Gullfossi til að sjá hversu illa leiknir þessir staðir eru og hið sama á við um fjölmörg önnur svæði. Þessi eyðilegging varð ekki á einum degi heldur á löngum tíma þannig að næg tækifæri hefðu átt að vera til aðgerða. Það er alkunn staðreynd að náttúran er viðkvæm og þarfnast verndar fyrir ágangi. Þegar kemur að ferðamennsku hér á landi hefur gróðasjónarmið of oft verið sett í forgang, reyndar svo mjög að stundum hefur virst sem náttúruspjöll séu einfaldlega flokkuð sem ákveðinn fórnarkostnaður. Eða hvernig má öðruvísi skýra það hversu hægt gengur að grípa til aðgerða, þótt alvara málsins sé ljós? Ferðamálaráðherra boðar aðgerðir en segir um leið að málið sé flókið, til dæmis sé óljóst hver beri ábyrgðina, sum svæði séu í eigu ríkisins en önnur í eigu sveitarfélaga og einstaklinga. Ekki hljómar þetta svo ofur flókið, þarna þurfa ríki, sveitarfélög og einstaklingar einfaldlega að leggjast á eitt. Örugglega eru þar einhverjir sem eru einungis með gróðasjónarmið í huga en ekki náttúruvernd, en það er einnig hagur peningaaflanna að náttúran fái að njóta sín. Ferðamenn koma til að sjá náttúruna og dást að henni og eru tilbúnir að greiða fyrir þá upplifun. Það er sameiginlegur hagur allra, bæði náttúruverndarsinna og gróðahyggjumanna, að vernda íslenska náttúru. Það er síðan fullkomlega ljóst hverjir bera siðferðilega ábyrgð á íslenskri náttúru. Það gerum við öll. Það er skylda okkar að hlúa að náttúru landsins og vernda hana. Það verður eilífur smánarblettur á þessari þjóð ef hún ætlar að horfa aðgerðarlaus upp á eyðileggingu á náttúruperlum landsins. Grípa þarf til aðgerða og það strax. Við getum ekki beðið lengur. Flóknara er það nú ekki.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar