Nýir markaðir Sigrún Jenný Barðadóttir skrifar 11. apríl 2018 07:00 Páskabókin mín í ár var Blue Ocean Shift; Beyond Competing, eftir W. Chan Kim og René Mauborgne, og hvort sem þú ert að byrja rekstur eða hefur verið lengi í rekstri þá gæti hugmyndafræði Blue Ocean ef til vill gagnast þér. Byrjaðu á að greina umhverfið. Er iðnaðurinn vaxandi, staðnaður eða fer hann minnkandi? Er hráefnisverð hærra eða lægra en áður? Eru samkeppnisaðilar að stækka við sig, koma með nýjar vörur á markað og línur, ráða nýtt fólk eða að segja upp starfsfólki? Er eftirspurnin vaxandi eða minnkandi? Blue Ocean tekur mið af fyrrnefndum áhrifaþáttum sem áætlun fyrirtækja markast af, en tekur þeim þó ekki sem gefnum heldur einsetur sér að móta þá og skapa þannig nýja markaði með skapandi lausnum. Hugmyndafræðin setur sér að búa til nýja eftirspurn, skapa nýjan markað þar sem samkeppnin er engin, og í raun stækka þannig heildarkökuna. Til að fyrirtæki vaxi verður að horfa til þeirra sem eru ekki viðskiptavinir. Hægt er að greina ekki viðskiptavini í þrjá hópa. Fyrsta stigs ekki neytendur sem eru til dæmis lítil fyrirtæki sem ákveða að vera enn án netverslunar. Annars stigs ekki neytendur eru til að mynda þeir sem ákveða að mála frekar stofuna eftir að hafa hugleitt veggfóður vel og vandlega. Þeir eru þá annars stigs ekki neytendur hjá veggfóðursfyrirtækjum. Þriðja stigs ekki neytendur gætu verið einstaklingar sem fara í banka og taka út pening til að greiða fyrir þjónustu og nota ekki greiðslukort. Þessi hópur er þá þriðja stigs ekki neytendur greiðslukortafyrirtækja. Eiga þessir hópar ekki neytenda við þitt fyrirtæki? Þeir eru alls ekki „allir aðrir“ eins og margir virðast álíta. Íslensk fyrirtæki hafa hag af því að skoða þetta því undanfarin ár hefur bæði verið veruleg fjölgun á ferðamönnum til landsins og aukinn áhugi á íslenskum vörum erlendis. Neytendahegðun Íslendinga er einnig að breytast, til að mynda með netverslun. Fyrir vikið má reikna með að fjölmörg tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki til að skoða hverjir eru ekki neytendur og vinna markvisst að því að ná til þessara neytenda.Höfundur er meðeigandi Eimverks Distillery og félagskona í FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Páskabókin mín í ár var Blue Ocean Shift; Beyond Competing, eftir W. Chan Kim og René Mauborgne, og hvort sem þú ert að byrja rekstur eða hefur verið lengi í rekstri þá gæti hugmyndafræði Blue Ocean ef til vill gagnast þér. Byrjaðu á að greina umhverfið. Er iðnaðurinn vaxandi, staðnaður eða fer hann minnkandi? Er hráefnisverð hærra eða lægra en áður? Eru samkeppnisaðilar að stækka við sig, koma með nýjar vörur á markað og línur, ráða nýtt fólk eða að segja upp starfsfólki? Er eftirspurnin vaxandi eða minnkandi? Blue Ocean tekur mið af fyrrnefndum áhrifaþáttum sem áætlun fyrirtækja markast af, en tekur þeim þó ekki sem gefnum heldur einsetur sér að móta þá og skapa þannig nýja markaði með skapandi lausnum. Hugmyndafræðin setur sér að búa til nýja eftirspurn, skapa nýjan markað þar sem samkeppnin er engin, og í raun stækka þannig heildarkökuna. Til að fyrirtæki vaxi verður að horfa til þeirra sem eru ekki viðskiptavinir. Hægt er að greina ekki viðskiptavini í þrjá hópa. Fyrsta stigs ekki neytendur sem eru til dæmis lítil fyrirtæki sem ákveða að vera enn án netverslunar. Annars stigs ekki neytendur eru til að mynda þeir sem ákveða að mála frekar stofuna eftir að hafa hugleitt veggfóður vel og vandlega. Þeir eru þá annars stigs ekki neytendur hjá veggfóðursfyrirtækjum. Þriðja stigs ekki neytendur gætu verið einstaklingar sem fara í banka og taka út pening til að greiða fyrir þjónustu og nota ekki greiðslukort. Þessi hópur er þá þriðja stigs ekki neytendur greiðslukortafyrirtækja. Eiga þessir hópar ekki neytenda við þitt fyrirtæki? Þeir eru alls ekki „allir aðrir“ eins og margir virðast álíta. Íslensk fyrirtæki hafa hag af því að skoða þetta því undanfarin ár hefur bæði verið veruleg fjölgun á ferðamönnum til landsins og aukinn áhugi á íslenskum vörum erlendis. Neytendahegðun Íslendinga er einnig að breytast, til að mynda með netverslun. Fyrir vikið má reikna með að fjölmörg tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki til að skoða hverjir eru ekki neytendur og vinna markvisst að því að ná til þessara neytenda.Höfundur er meðeigandi Eimverks Distillery og félagskona í FKA
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun