Jón: Langar að kveðja íslenska landsliðið, sjáum til í kjölfarið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 22:45 Jón Arnór (fyrir miðju) fagnar fimmta titlinum í röð með KR vísir/bára Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Er þessi titill sætari enn allir hinir? „Já, ég myndi segja það. Náttúrulega bara útaf þessu afreki. Við erum að slá met með þessu, fimm í röð og svo er þetta búið að vera tímabil sem er upp og niður allan tímann og mikið af róteringum og drama í kringum liðið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir frábæran sigur á Tindastól, 89-73 þar sem hann setti 14 stig. „Við höfum ekki verið að spila eftir okkar bestu getu og erum að koma í fyrsta skipti sem litla liðið inn í úrslitakeppnina, á útivelli til að byrja með og við höfum aldrei gert það áður og það var áskorun fyrir okkur sem við vildum takast á við. Við settum upp gott „game-plan“ og framkvæmdum það. Fyrir vikið er þetta ótrúlega sætt.“ Afrek KR er eitthvað sem líklegast verður ekki leikið aftur, að taka fimm titla í röð. „Það verður mjög erfitt. Auðvitað vonast ég til þess að það séu fleiri lið að byggja upp og vinna titla og titillinn flakki á milli, það er best fyrir íslenskan körfubolta. KR er búið að vera með yfirburði síðustu tíu ár og maður vill kannski sjá þetta þróast út í það að verða aðeins jafnara.“ „Deildin var mjög flott í ár og það var mikið af liðum sem voru búin að bæta sig mikið og áttu skilið að vinna þennan titil alveg eins og við.“ Jón Arnór er orðinn 35 ára gamall og hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan magnaða leikmann? „Ég verð alltaf KR-ingur. Spurning hvað maður spilar lengi í viðbót. Ég þarf að vera mjög duglegur í sumar að taka skrokkinn á mér í gegn ef ég ætla að taka þátt og vera góður. Ég hef oft sagt það að ef ég er ekki góður og mér líður eins og ég sé ekki góður þá vil ég ekkert spila.“ „Það bara kemur í ljós. Það eru landsleikir núna sem ég er búin að gefa það út að ég ætli að spila. Fram að þeim tíma þarf ég að vera rosalega duglegur, ég má eiginlega ekkert taka mér neina pásu, þarf að teygja á náranum þangað til. Það er áskorun fyrir mig og mig langar að kveðja íslenska landsliðið með þessum leikjum og fá minn kveðjuleik og drama og allt það.“ „Það er fyrsta verkefnið og svo sjáum við til í kjölfarið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Er þessi titill sætari enn allir hinir? „Já, ég myndi segja það. Náttúrulega bara útaf þessu afreki. Við erum að slá met með þessu, fimm í röð og svo er þetta búið að vera tímabil sem er upp og niður allan tímann og mikið af róteringum og drama í kringum liðið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir frábæran sigur á Tindastól, 89-73 þar sem hann setti 14 stig. „Við höfum ekki verið að spila eftir okkar bestu getu og erum að koma í fyrsta skipti sem litla liðið inn í úrslitakeppnina, á útivelli til að byrja með og við höfum aldrei gert það áður og það var áskorun fyrir okkur sem við vildum takast á við. Við settum upp gott „game-plan“ og framkvæmdum það. Fyrir vikið er þetta ótrúlega sætt.“ Afrek KR er eitthvað sem líklegast verður ekki leikið aftur, að taka fimm titla í röð. „Það verður mjög erfitt. Auðvitað vonast ég til þess að það séu fleiri lið að byggja upp og vinna titla og titillinn flakki á milli, það er best fyrir íslenskan körfubolta. KR er búið að vera með yfirburði síðustu tíu ár og maður vill kannski sjá þetta þróast út í það að verða aðeins jafnara.“ „Deildin var mjög flott í ár og það var mikið af liðum sem voru búin að bæta sig mikið og áttu skilið að vinna þennan titil alveg eins og við.“ Jón Arnór er orðinn 35 ára gamall og hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan magnaða leikmann? „Ég verð alltaf KR-ingur. Spurning hvað maður spilar lengi í viðbót. Ég þarf að vera mjög duglegur í sumar að taka skrokkinn á mér í gegn ef ég ætla að taka þátt og vera góður. Ég hef oft sagt það að ef ég er ekki góður og mér líður eins og ég sé ekki góður þá vil ég ekkert spila.“ „Það bara kemur í ljós. Það eru landsleikir núna sem ég er búin að gefa það út að ég ætli að spila. Fram að þeim tíma þarf ég að vera rosalega duglegur, ég má eiginlega ekkert taka mér neina pásu, þarf að teygja á náranum þangað til. Það er áskorun fyrir mig og mig langar að kveðja íslenska landsliðið með þessum leikjum og fá minn kveðjuleik og drama og allt það.“ „Það er fyrsta verkefnið og svo sjáum við til í kjölfarið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15