Byggjum í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson og skrifa 28. apríl 2018 13:42 Húsnæðismál eru ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Öll þurfum við þak yfir höfuðið - við þurfum húsnæðisöryggi óháð efnahag og búsetu. Það er ein lykilforsenda heilbrigðs samfélags. Nægt framboð af húsnæði skiptir máli, en slíkt hefur ekki verið raunin. Árið 2016 voru 4 nýir íbúar um hverja íbúð en árið 2017 var talan komin í 6 nýja íbúa á hverja íbúð. Þetta sýnir okkur að vandinn hefur frekar verið að aukast heldur en hitt. Hlutverk sveitarfélagaEftirspurn eftir húsnæði hefur verið meiri en framboðið og slíkt skapar vandamál og hækkar verð. Uppbyggingin hefur samt verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en áður og hafa öll sveitarfélögin tekið þátt í þeirri uppbyggingu að Hafnarfirði undanskildum. Fjöldi íbúða í byggingu í Reykjavík er 1726, 1048 í Kópavogi, 594 í Garðabæ, 550 í Mosfellsbæ en aðeins 150 í Hafnarfirði. Hlutfallslega er aukningin því minnst í Hafnarfirði og Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur ekki sinnt þessum málum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Á fundi Samtaka iðnaðarins nýverið kom fram að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á næstu 22 árum. Við, hér í Hafnarfirði, getum ekki leyft okkur að sitja hjá líkt og við höfum gert undanfarin ár. Við höfum skyldu að gegna gagnvart samfélaginu okkar. Bent hefur verið á þá staðreynd að nú þegar tekið hefur að hægja á hagvextinum sé góður tími til að hefjast handa og byggja upp innviði eins og húsnæði. Vissulega þarf að gera það skynsamlega og fylgjast með að ekki sé byggt of mikið. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og eru húsnæðisáætlanir gott verkfæri þegar kemur að slíku eftirliti. Hafnarfjörður hefur ekki enn sett sér húsnæðisáætlun. Slík áætlun þarf að vera vel unnin í víðtæki samstarfi og samráði við hagsmunaaðila eigi hún að nýtast sem það mikilvæga verkfæri sem sveitarfélög þurfa, og eiga að hafa, til að fá raunverulega mynd af stöðu mála. Hún gefur okkur einnig tækifæri til að greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja okkur áætlun um það hvernig skuli bregðast við, í nútíð og framtíð. Við þurfum lausnir – og erum með þær Við í Framsókn og óháðum munum tryggja nægt framboð lóða, skipuleggja ný svæði og ráðast í endurskoðun á gjöldum sveitarfélagsins með það að markmiði að þau lækki. Þá erum við sérstaklega að tala um lóðargjöldin, en sú staðreynd blasir við okkur að lóðargjöld eru 20% af heildarbyggingakostnaði. Einnig þurfum við meiri sveigjanleika í skipulagsskilmálum. Jafn strangir skilmálar og hafa viðgengist hér í Hafnarfirði hafa það í för með sér að framkvæmdaaðilar treysta sér ekki til að byggja ódýrt húsnæði. Við munum ráðast í þessar aðgerðir svo að mögulegt verði að byggja íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins og um leið tryggja að Hafnarfjörður verði samfélag þar sem allir fái notið sín. Sameinumst um þetta verkefni – við erum sterkari saman. Höfundur er oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Öll þurfum við þak yfir höfuðið - við þurfum húsnæðisöryggi óháð efnahag og búsetu. Það er ein lykilforsenda heilbrigðs samfélags. Nægt framboð af húsnæði skiptir máli, en slíkt hefur ekki verið raunin. Árið 2016 voru 4 nýir íbúar um hverja íbúð en árið 2017 var talan komin í 6 nýja íbúa á hverja íbúð. Þetta sýnir okkur að vandinn hefur frekar verið að aukast heldur en hitt. Hlutverk sveitarfélagaEftirspurn eftir húsnæði hefur verið meiri en framboðið og slíkt skapar vandamál og hækkar verð. Uppbyggingin hefur samt verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en áður og hafa öll sveitarfélögin tekið þátt í þeirri uppbyggingu að Hafnarfirði undanskildum. Fjöldi íbúða í byggingu í Reykjavík er 1726, 1048 í Kópavogi, 594 í Garðabæ, 550 í Mosfellsbæ en aðeins 150 í Hafnarfirði. Hlutfallslega er aukningin því minnst í Hafnarfirði og Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur ekki sinnt þessum málum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Á fundi Samtaka iðnaðarins nýverið kom fram að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á næstu 22 árum. Við, hér í Hafnarfirði, getum ekki leyft okkur að sitja hjá líkt og við höfum gert undanfarin ár. Við höfum skyldu að gegna gagnvart samfélaginu okkar. Bent hefur verið á þá staðreynd að nú þegar tekið hefur að hægja á hagvextinum sé góður tími til að hefjast handa og byggja upp innviði eins og húsnæði. Vissulega þarf að gera það skynsamlega og fylgjast með að ekki sé byggt of mikið. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og eru húsnæðisáætlanir gott verkfæri þegar kemur að slíku eftirliti. Hafnarfjörður hefur ekki enn sett sér húsnæðisáætlun. Slík áætlun þarf að vera vel unnin í víðtæki samstarfi og samráði við hagsmunaaðila eigi hún að nýtast sem það mikilvæga verkfæri sem sveitarfélög þurfa, og eiga að hafa, til að fá raunverulega mynd af stöðu mála. Hún gefur okkur einnig tækifæri til að greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja okkur áætlun um það hvernig skuli bregðast við, í nútíð og framtíð. Við þurfum lausnir – og erum með þær Við í Framsókn og óháðum munum tryggja nægt framboð lóða, skipuleggja ný svæði og ráðast í endurskoðun á gjöldum sveitarfélagsins með það að markmiði að þau lækki. Þá erum við sérstaklega að tala um lóðargjöldin, en sú staðreynd blasir við okkur að lóðargjöld eru 20% af heildarbyggingakostnaði. Einnig þurfum við meiri sveigjanleika í skipulagsskilmálum. Jafn strangir skilmálar og hafa viðgengist hér í Hafnarfirði hafa það í för með sér að framkvæmdaaðilar treysta sér ekki til að byggja ódýrt húsnæði. Við munum ráðast í þessar aðgerðir svo að mögulegt verði að byggja íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins og um leið tryggja að Hafnarfjörður verði samfélag þar sem allir fái notið sín. Sameinumst um þetta verkefni – við erum sterkari saman. Höfundur er oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun