ESB bannar algengasta skordýraeitur í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 12:15 Býflugur er sérlega mikilvægar vistkerfinu. Þeim er talin stafa ógn af neónikótínoíðefnum. Vísir/AFP Bannað verður að nota algengasta skordýraeitur í heimi utandyra innan ríkja Evrópusambandsins frá árslokum. Ástæðan er alvarlegur skaði sem eitrið veldur býflugum sem eru nauðsynlegar til að fræva plöntur. Eitrið hefur aðeins verið flutt inn í litlu magni á Íslandi. Neónikótínoíð, sem er taugaeitur, hefur verið tengt við ýmis konar kvilla í býflugum, þar á meðal minnistap og fækkun drottninga. Á sumum svæðum hefur býflugnastofninn hrunið og hafa sérfræðingar varað við vistfræðilegum hamförum af þeim sökum. Aðildarríki ESB samþykktu í dag að banna þrjár tegundir neónikótínoíða utandyra. Aðeins verður leyfilegt að nota efnin í gróðurhúsum þegar bannið tekur gildi við árslok, að sögn The Guardian. Áður hafði notkun efnanna verið bönnuð innan ESB á plöntur sem laða að sér býflugur eins og repju árið 2013. Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar hefur skordýraeyðir sem inniheldur virka efnið imídaklópríð verið fluttur inn og notaður hér á landi en þó ekki í miklu magni. Árið 2016 hafi þannig 1,7 kíló virka efninu verið sett á markað hér á landi. Sá skordýraeyðir sé bundinn þeim skilyrðum að varan sé eingöngu til notkunar í gróðurhúsum.Hefur fundist í hunangi Bann ESB nú byggir meðal annars á vísindaskýrslu sambandsins frá því í febrúar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að eitrið mengaði jarðveg og vatn þegar það er notað utandyra. Þannig berist það í villt blóm og nytjaplöntur. Neónikótínoíð hafa meðal annars fundist í hunangi. Býflugur fræva þrjár af hverjum fjórum nytjaplöntum og leika þannig lykilhlutverk í matvælaframleiðslu heimsins. Hrun í býflugnastofninum hefur verið skýrt með sjúkdómum, taps búsvæða og víðtækrar notkunar á skordýraeitri sem inniheldur neónikótínoíðefni.Uppfært 14:24 Upplýsingum Umhverfisstofnunar um notkun neónikótínoíðs á Ísland var bætt við fréttina. Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Bannað verður að nota algengasta skordýraeitur í heimi utandyra innan ríkja Evrópusambandsins frá árslokum. Ástæðan er alvarlegur skaði sem eitrið veldur býflugum sem eru nauðsynlegar til að fræva plöntur. Eitrið hefur aðeins verið flutt inn í litlu magni á Íslandi. Neónikótínoíð, sem er taugaeitur, hefur verið tengt við ýmis konar kvilla í býflugum, þar á meðal minnistap og fækkun drottninga. Á sumum svæðum hefur býflugnastofninn hrunið og hafa sérfræðingar varað við vistfræðilegum hamförum af þeim sökum. Aðildarríki ESB samþykktu í dag að banna þrjár tegundir neónikótínoíða utandyra. Aðeins verður leyfilegt að nota efnin í gróðurhúsum þegar bannið tekur gildi við árslok, að sögn The Guardian. Áður hafði notkun efnanna verið bönnuð innan ESB á plöntur sem laða að sér býflugur eins og repju árið 2013. Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar hefur skordýraeyðir sem inniheldur virka efnið imídaklópríð verið fluttur inn og notaður hér á landi en þó ekki í miklu magni. Árið 2016 hafi þannig 1,7 kíló virka efninu verið sett á markað hér á landi. Sá skordýraeyðir sé bundinn þeim skilyrðum að varan sé eingöngu til notkunar í gróðurhúsum.Hefur fundist í hunangi Bann ESB nú byggir meðal annars á vísindaskýrslu sambandsins frá því í febrúar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að eitrið mengaði jarðveg og vatn þegar það er notað utandyra. Þannig berist það í villt blóm og nytjaplöntur. Neónikótínoíð hafa meðal annars fundist í hunangi. Býflugur fræva þrjár af hverjum fjórum nytjaplöntum og leika þannig lykilhlutverk í matvælaframleiðslu heimsins. Hrun í býflugnastofninum hefur verið skýrt með sjúkdómum, taps búsvæða og víðtækrar notkunar á skordýraeitri sem inniheldur neónikótínoíðefni.Uppfært 14:24 Upplýsingum Umhverfisstofnunar um notkun neónikótínoíðs á Ísland var bætt við fréttina.
Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52