Núverandi meirihluti í borginni stendur tæpt samkvæmt könnunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 10:25 Frá blaðamannafundi sumarið 2014 þegar nýr meirihluti Samfylkingarinnar, VG, Pírata og Bjartrar framtíðar var kynntur. vísir/vilhelm Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata myndi rétt svo halda velli ef kosið væri til borgarstjórnar í dag samkvæmt nýrri könnun Morgunblaðsins sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt könnuninni myndu flokkarnir þrír fá samtals 47 prósenta fylgi og tólf borgarfulltrúa af 23. Ljóst er að meirihlutinn stendur afar tæpt því könnun sem Fréttablaðið birti niðurstöður úr fyrr í vikunni leiddi í ljós flokkarnir þrír fengu ellefu menn af 23 og myndu þannig ekki ná meirihluta. Hafa ber í huga þegar talað er um núverandi meirihluta að Björt framtíð á aðild að honum en mun ekki bjóða fram í borginni í vor. Fjórir flokkar eru því í meirihluta í borginni nú. Kosningaspá sem Kjarninn birti í vikunni bendir líka til þess að núverandi meirihluti sé „mjög valtur í sessi“, eins og það er orðað í spánni, en Samfylkingin, VG og Píratar myndu þó ná að halda meirihluta samkvæmt spánni. Inni í kosningaspá Kjarnans voru fjórar kannanir sem teknar voru á tímabilinu 8. mars til 25. apríl svo nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er ekki þar inni. Samkvæmt könnun stofnunarinnar mælist Samfylkingin nú með mesta fylgið eða 30,7 og átta borgarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 27,3 prósent og sjö borgarfulltrúar. Aðrir flokkar fá mun minna fylgi og er því ekki fjarri lagi að tala um turnana tvo í borginni. Þannig mælast Vinstri græn með 9,7 prósent fylgi, Miðflokkurinn með 7,3 prósent fylgi og Píratar með 6,8 prósent. Allir þessir flokkar myndu fá tvo borgarfulltrúar kjörna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Viðreisn mælist svo með 5,3 prósent og Flokkur fólksins 3,6 prósent og fær hvor flokkur um sig einn borgarfulltrúa. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata myndi rétt svo halda velli ef kosið væri til borgarstjórnar í dag samkvæmt nýrri könnun Morgunblaðsins sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt könnuninni myndu flokkarnir þrír fá samtals 47 prósenta fylgi og tólf borgarfulltrúa af 23. Ljóst er að meirihlutinn stendur afar tæpt því könnun sem Fréttablaðið birti niðurstöður úr fyrr í vikunni leiddi í ljós flokkarnir þrír fengu ellefu menn af 23 og myndu þannig ekki ná meirihluta. Hafa ber í huga þegar talað er um núverandi meirihluta að Björt framtíð á aðild að honum en mun ekki bjóða fram í borginni í vor. Fjórir flokkar eru því í meirihluta í borginni nú. Kosningaspá sem Kjarninn birti í vikunni bendir líka til þess að núverandi meirihluti sé „mjög valtur í sessi“, eins og það er orðað í spánni, en Samfylkingin, VG og Píratar myndu þó ná að halda meirihluta samkvæmt spánni. Inni í kosningaspá Kjarnans voru fjórar kannanir sem teknar voru á tímabilinu 8. mars til 25. apríl svo nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er ekki þar inni. Samkvæmt könnun stofnunarinnar mælist Samfylkingin nú með mesta fylgið eða 30,7 og átta borgarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 27,3 prósent og sjö borgarfulltrúar. Aðrir flokkar fá mun minna fylgi og er því ekki fjarri lagi að tala um turnana tvo í borginni. Þannig mælast Vinstri græn með 9,7 prósent fylgi, Miðflokkurinn með 7,3 prósent fylgi og Píratar með 6,8 prósent. Allir þessir flokkar myndu fá tvo borgarfulltrúar kjörna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Viðreisn mælist svo með 5,3 prósent og Flokkur fólksins 3,6 prósent og fær hvor flokkur um sig einn borgarfulltrúa.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30
„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50