Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar.
Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.
4 dagar þar til @Pepsideildin byrjar
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2018
Þrír leikmenn hafa skorað akkúrat 4 mörk fyrir KR í Evrópukeppni: Einar Þór Daníelsson, Ríkharður Daðason og Mihajlo Bibercic pic.twitter.com/mwaezqkdfS
Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni.
KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“
0 dagar þar til @Pepsideildin byrjar
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 27, 2018
0 - Fjöldi íslenskra knattspyrnuliða sem eru sigursælli, farsælli, vinsælli og eldri en @KRreykjavik. Mætum á völlinn í sumar og skrifum saman nýjasta kaflann í glæstri sögu KR #allirsemeinn pic.twitter.com/MmjRYWdwEe
1 dagur í að @Pepsideildin byrji
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 26, 2018
1 - er númerið á sætinu sem @KRreykjavik á heima í, og mun enda í sumarið 2018 #allirsemeinn #unniðbikarinnoftastdeildinaoftast pic.twitter.com/zUevZyuvH0