Innlent

Ágætis útivistarveður á morgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það hvessir þó á sunnudag.
Það hvessir þó á sunnudag. Vísir/ernir
Útlit er fyrir skúri eða slydduél sunnan- og suðvestanlands, sem og á Vestfjörðum, í dag. Úrkomuminna verður þó á norðausturhluta landsins.

Það verður vestlæg eða breytileg átt, 3 til 10 m/s með morgninum en það gæti svo bætt í vind á Vestfjörðum í kvöld að sögn Veðurstofunnar.

Hitinn verður á bilinu 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost, einkum norðaustantil.

Það er spáð „ágætis útivistarverði“ á morgun, búast má við því að vindur verði hægur og að stöku él eða skúrir geri vart við sig. Þó verður úrkomulítið um landið vestanvert þegar líður á daginn.

Það snýst svo í stífa suðlæga átt með rigningu eða slyddu á sunnudag, en áfram verður þó þurrt norðaustan til.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða stöku skúrir eða él, en léttir til V-lands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast S-til. 

Á sunnudag:

Ákveðin suðlæg átt með rigningu eða slyddu, en þurrt NA-til. Hlýnar heldur, einkum fyrir norðan. 

Á mánudag:

Minnkandi suðlæg átt. Rigning S-lands og skúrir um landið V-vert, jafnvel él þar um kvöldið, annars þurrt. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast NA-til. 

Á þriðjudag:

Norðvestlæg og vestlæg átt með skúrum eða éljum, einkum NV-til, en úrkomulítið um landið A-vert. Kólnar heldur. 

Á miðvikudag og fimmtudag:

Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt með stöku skúrum eða éljum S- og V-lands, annars víða bjart í veðri. Hiti 0 til 5 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×