Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. apríl 2018 06:00 Datacell og Sunshine Press vildu að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitors að verðmæti 14,7 milljarða króna. VÍSIR/STEFÁN Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Valitors um nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions, rekstrarfélags Wikileaks, vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Fyrir liggur í málinu niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða tjón stefnenda. Því mati vildi Valitor ekki una og fékk yfirmat sem þeir lögðu ekki fram í málinu en gerðu hins vegar kröfu um nýtt undirmat, sem nú hefur verið synjað enda liggi niðurstaða fyrir um þau atriði sem matsbeiðnin lýtur að, ýmist í undirmati eða yfirmatinu sem Valitor kaus að leggja ekki fram. „Standi þessi niðurstaða óhögguð er ljóst að það er ekki annarri tölu til að dreifa um fjárhæð tjónsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell og Sunshine Press Productions. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks.Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Þinghald til undirbúnings aðalmeðferðar hefur verið boðað 17. maí næstkomandi. Ólafur Eiríksson, lögmaður Valitors, segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, en fari svo mun það væntanlega seinka aðalmeðferð í héraði eitthvað fram á haust. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Valitors um nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions, rekstrarfélags Wikileaks, vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Fyrir liggur í málinu niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða tjón stefnenda. Því mati vildi Valitor ekki una og fékk yfirmat sem þeir lögðu ekki fram í málinu en gerðu hins vegar kröfu um nýtt undirmat, sem nú hefur verið synjað enda liggi niðurstaða fyrir um þau atriði sem matsbeiðnin lýtur að, ýmist í undirmati eða yfirmatinu sem Valitor kaus að leggja ekki fram. „Standi þessi niðurstaða óhögguð er ljóst að það er ekki annarri tölu til að dreifa um fjárhæð tjónsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell og Sunshine Press Productions. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks.Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Þinghald til undirbúnings aðalmeðferðar hefur verið boðað 17. maí næstkomandi. Ólafur Eiríksson, lögmaður Valitors, segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, en fari svo mun það væntanlega seinka aðalmeðferð í héraði eitthvað fram á haust.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57