Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2018 07:16 Kim Jong-un og Moon Jae-in munu mætast á landamærum Norður- og Suður-Kóreu á föstudaginn. Vísir/Getty Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður. Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01
Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35
Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00