Gróf mismunun öryrkja og aldraðra í kerfi TR Björgvin Guðmundsson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Þar var gert ráð fyrir að afnema svokallaða krónu móti krónu skerðingu, sem aldraðir og öryrkjar höfðu sætt í kerfi almannatrygginga. Þessi skerðing olli öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu, ef um einhverjar tekjur aðrar en lífeyri var að ræða. Á síðustu stundu, áður en frumvarpið var tekið til afgreiðslu, var sú breyting gerð á því, að strikað var út, að öryrkjar skyldu njóta afnáms krónu móti krónu skerðingar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið til þess að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar um starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats. Öryrkjabandalagið taldi sig þurfa lengri tíma til þess að kynna sér starfsgetumat. Misjöfn reynsla er af slíku mati erlendis.Reynt að þvinga ÖBÍ til hlýðni! Lykilmenn í ríkisstjórn á þessum tíma voru Sigurður Ingi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Þau brugðust ókvæða við þegar Öryrkjabandalagið neitaði að samþykkja starfsgetumatið. Reynt var að þvinga öryrkja til hlýðni. En þegar það gekk ekki var gripið til starfsaðferða, sem tíðkuðust í Sovétríkjum kommúnismans: Öryrkjum var stillt upp við vegg og sagt við þá: Ef þið samþykkið ekki starfsgetumatið fáið þið ekki sömu kjarabætur og aldraðir. Krónu móti krónu skerðingin verður þá ekki afnumin hjá ykkur, öryrkjum. Og við þetta stóð ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Afnám krónu móti krónu skerðingarinnar var strikað út. Því var að vísu lofað, að það yrði leiðrétt fljótlega aftur. En það var svikið. Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að leiðrétta þetta en það hefur verið svikið. Þessi svik, þessi níðingsskapur hefur nú staðið í tæpa 15 mánuði gagnvart öryrkjum. Furðulegt hvað hljótt hefur verið um þessar aðfarir gegn öryrkjum. Gróf mismunun, þvingunaraðgerðir! Hvað var hér að gerast? Hér var að gerast gróf mismunun. Aldraðir og öryrkjar höfðu setið við sama borð í þessu efni. Grunnlífeyrir þeirra var svipaður. Báðir aðilar, aldraðir og öryrkjar, sættu svonefndri krónu móti krónu skerðingu, sem allir voru orðnir sammála um, að þyrfti að afnema. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga ákvað að „refsa“ öryrkjum með því að láta þá áfram sæta krónu móti krónu skerðingu var verið að fremja grófa mismunun gagnvart þeim, brjóta mannréttindi á þeim, brjóta stjórnarskrána á þeim. Jafnframt var beitt þvingunaraðgerðum gagnvart öryrkjum; reynt að þvinga þá til hlýðni með því að stilla þeim upp við vegg og taka af þeim kjarabætur, ef þeir samþykktu ekki óskylt mál, starfsgetumat. Enda þótt ég sé ekki lögfræðingur tel ég líklegt, að þessar þvingunaraðgerðir hafi verið hreint lögbrot. Þessi gerræðisvinnubrögð, þessar þvingunaraðgerðir sem minna á vinnubrögð í einræðisríkjum, hafa verið furðulítið gagnrýnd. Það er eins og Íslendingar láti allt yfir sig ganga! Sömu vinnubrögð hjá ríkisstjórn Katrínar! Nýlega tók nýr formaður við í Öryrkjabandalagi Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Fljótlega eftir að hún var kosin var hún í viðtali á Hringbraut sjónvarpsstöð hjá Sigmundi Erni. Þar bar kjaramál öryrkja á góma. Þuríður Harpa sagði þá, að stjórnvöld vildu nota kjarabætur til öryrkja (afnám krónu móti krónu skerðingar) sem eins konar skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Hér var um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða. Það er dæmigert, að það þykir engin frétt, að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlýðni í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur setið í 4 mánuði og er ekki enn farin að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum. Það er vegna þess, að ÖBÍ hefur ekki samþykkt starfsgetumatið. Ríkisstjórnin reynir nú að fara nýjar leiðir í þessu máli; talar um samfélagslega þátttöku öryrkja í stað þess að tala eingöngu um starfsgetumat. Það er reynt að slá ryki í augun á öryrkjum og almenningi með slíkum orðaleppum. Krafan er þessi: Það á strax, eins og lofað hefur verið af öllum flokkum, að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum. Það hefur dregist í 15 mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir á að leggja fram frumvarp um þetta mál strax og það á ekki að tengja málið við starfsgetumat eða samfélagslega þátttöku öryrkja. Það er annað mál og það á að fjalla um það sérstaklega. Ekki á að tengja þessi mál saman.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Þar var gert ráð fyrir að afnema svokallaða krónu móti krónu skerðingu, sem aldraðir og öryrkjar höfðu sætt í kerfi almannatrygginga. Þessi skerðing olli öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu, ef um einhverjar tekjur aðrar en lífeyri var að ræða. Á síðustu stundu, áður en frumvarpið var tekið til afgreiðslu, var sú breyting gerð á því, að strikað var út, að öryrkjar skyldu njóta afnáms krónu móti krónu skerðingar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið til þess að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar um starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats. Öryrkjabandalagið taldi sig þurfa lengri tíma til þess að kynna sér starfsgetumat. Misjöfn reynsla er af slíku mati erlendis.Reynt að þvinga ÖBÍ til hlýðni! Lykilmenn í ríkisstjórn á þessum tíma voru Sigurður Ingi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Þau brugðust ókvæða við þegar Öryrkjabandalagið neitaði að samþykkja starfsgetumatið. Reynt var að þvinga öryrkja til hlýðni. En þegar það gekk ekki var gripið til starfsaðferða, sem tíðkuðust í Sovétríkjum kommúnismans: Öryrkjum var stillt upp við vegg og sagt við þá: Ef þið samþykkið ekki starfsgetumatið fáið þið ekki sömu kjarabætur og aldraðir. Krónu móti krónu skerðingin verður þá ekki afnumin hjá ykkur, öryrkjum. Og við þetta stóð ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Afnám krónu móti krónu skerðingarinnar var strikað út. Því var að vísu lofað, að það yrði leiðrétt fljótlega aftur. En það var svikið. Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að leiðrétta þetta en það hefur verið svikið. Þessi svik, þessi níðingsskapur hefur nú staðið í tæpa 15 mánuði gagnvart öryrkjum. Furðulegt hvað hljótt hefur verið um þessar aðfarir gegn öryrkjum. Gróf mismunun, þvingunaraðgerðir! Hvað var hér að gerast? Hér var að gerast gróf mismunun. Aldraðir og öryrkjar höfðu setið við sama borð í þessu efni. Grunnlífeyrir þeirra var svipaður. Báðir aðilar, aldraðir og öryrkjar, sættu svonefndri krónu móti krónu skerðingu, sem allir voru orðnir sammála um, að þyrfti að afnema. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga ákvað að „refsa“ öryrkjum með því að láta þá áfram sæta krónu móti krónu skerðingu var verið að fremja grófa mismunun gagnvart þeim, brjóta mannréttindi á þeim, brjóta stjórnarskrána á þeim. Jafnframt var beitt þvingunaraðgerðum gagnvart öryrkjum; reynt að þvinga þá til hlýðni með því að stilla þeim upp við vegg og taka af þeim kjarabætur, ef þeir samþykktu ekki óskylt mál, starfsgetumat. Enda þótt ég sé ekki lögfræðingur tel ég líklegt, að þessar þvingunaraðgerðir hafi verið hreint lögbrot. Þessi gerræðisvinnubrögð, þessar þvingunaraðgerðir sem minna á vinnubrögð í einræðisríkjum, hafa verið furðulítið gagnrýnd. Það er eins og Íslendingar láti allt yfir sig ganga! Sömu vinnubrögð hjá ríkisstjórn Katrínar! Nýlega tók nýr formaður við í Öryrkjabandalagi Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Fljótlega eftir að hún var kosin var hún í viðtali á Hringbraut sjónvarpsstöð hjá Sigmundi Erni. Þar bar kjaramál öryrkja á góma. Þuríður Harpa sagði þá, að stjórnvöld vildu nota kjarabætur til öryrkja (afnám krónu móti krónu skerðingar) sem eins konar skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Hér var um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða. Það er dæmigert, að það þykir engin frétt, að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlýðni í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur setið í 4 mánuði og er ekki enn farin að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum. Það er vegna þess, að ÖBÍ hefur ekki samþykkt starfsgetumatið. Ríkisstjórnin reynir nú að fara nýjar leiðir í þessu máli; talar um samfélagslega þátttöku öryrkja í stað þess að tala eingöngu um starfsgetumat. Það er reynt að slá ryki í augun á öryrkjum og almenningi með slíkum orðaleppum. Krafan er þessi: Það á strax, eins og lofað hefur verið af öllum flokkum, að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum. Það hefur dregist í 15 mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir á að leggja fram frumvarp um þetta mál strax og það á ekki að tengja málið við starfsgetumat eða samfélagslega þátttöku öryrkja. Það er annað mál og það á að fjalla um það sérstaklega. Ekki á að tengja þessi mál saman.Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar