Brotinn húsnæðismarkaður Sigurður Hannesson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Þak yfir höfuðið á ekki að vera draumur fólks heldur veruleiki enda er húsnæði grunnþörf. Undanfarna áratugi var jafnan nægt framboð af húsnæði enda gripið til aðgerða ef húsnæði skorti og framboð og eftirspurn héldust þannig ágætlega í hendur. Nú hefur orðið breyting á þar sem of lítið hefur verið byggt síðastliðinn áratug. Húsnæðisverð hefur því hækkað umtalsvert og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Færri geta keypt íbúð, ungt fólk er lengur í foreldrahúsum og fleiri eru á leigumarkaði. Fjölga þarf lóðum og hraða skipulagi en báðir þessir þættir hafa dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu. Sveitarstjórnarmanna bíður það mikla verk að bæta úr þessu að loknum kosningum og ríkisstjórnin þarf að sýna aukna forystu í málinu. Margt bendir til þess að stjórnsýslan hér á landi sé flóknari en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Fjögur ráðuneyti, 74 sveitarfélög og nokkrar stofnanir setja sitt mark á málaflokkinn. Kerfið er óskilvirkt og vinnubrögð ekki samræmd. Því þarf að breyta og forsætisráðherra í ríkisstjórn sem leggur áherslu á löngu tímabæra innviðauppbyggingu hlýtur að byrja á því að færa húsnæðis- og skipulagsmál í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið svo úr verði öflugt innviðaráðuneyti. Það er sama ferli við að byggja íbúðarhús og Hörpu. Regluverkið er allt of flókið og hindrar nýsköpun sem sannarlega er þörf á nú þegar byggja þarf hagkvæmar íbúðir. Með reglulegu millibili á fullveldistímanum hefur íslenskur iðnaður leyst húsnæðisvanda landsmanna. Svo verður einnig nú en þá þarf að leyfa hugviti landsmanna að njóta sín án þess að regluverkið hamli um of. Skipulag á sinn þátt í lítilli uppbyggingu. Það ferli er á ábyrgð sveitarfélaga og hefur verið allt of þungt í vöfum undanfarin ár, ekki síst hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Það sem leyft er í einu sveitarfélagi er bannað í því næsta. Miklar vonir eru bundnar við kjörna fulltrúa og að þau taki af skarið. Með því að koma húsnæðismarkaðnum í lag er ekki eingöngu stutt við efnahagslegan stöðugleika heldur er styrkari stoðum skotið undir félagslegan stöðugleika. Það er því til mikils að vinna og ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri SI Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Sigurður Hannesson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þak yfir höfuðið á ekki að vera draumur fólks heldur veruleiki enda er húsnæði grunnþörf. Undanfarna áratugi var jafnan nægt framboð af húsnæði enda gripið til aðgerða ef húsnæði skorti og framboð og eftirspurn héldust þannig ágætlega í hendur. Nú hefur orðið breyting á þar sem of lítið hefur verið byggt síðastliðinn áratug. Húsnæðisverð hefur því hækkað umtalsvert og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Færri geta keypt íbúð, ungt fólk er lengur í foreldrahúsum og fleiri eru á leigumarkaði. Fjölga þarf lóðum og hraða skipulagi en báðir þessir þættir hafa dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu. Sveitarstjórnarmanna bíður það mikla verk að bæta úr þessu að loknum kosningum og ríkisstjórnin þarf að sýna aukna forystu í málinu. Margt bendir til þess að stjórnsýslan hér á landi sé flóknari en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Fjögur ráðuneyti, 74 sveitarfélög og nokkrar stofnanir setja sitt mark á málaflokkinn. Kerfið er óskilvirkt og vinnubrögð ekki samræmd. Því þarf að breyta og forsætisráðherra í ríkisstjórn sem leggur áherslu á löngu tímabæra innviðauppbyggingu hlýtur að byrja á því að færa húsnæðis- og skipulagsmál í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið svo úr verði öflugt innviðaráðuneyti. Það er sama ferli við að byggja íbúðarhús og Hörpu. Regluverkið er allt of flókið og hindrar nýsköpun sem sannarlega er þörf á nú þegar byggja þarf hagkvæmar íbúðir. Með reglulegu millibili á fullveldistímanum hefur íslenskur iðnaður leyst húsnæðisvanda landsmanna. Svo verður einnig nú en þá þarf að leyfa hugviti landsmanna að njóta sín án þess að regluverkið hamli um of. Skipulag á sinn þátt í lítilli uppbyggingu. Það ferli er á ábyrgð sveitarfélaga og hefur verið allt of þungt í vöfum undanfarin ár, ekki síst hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Það sem leyft er í einu sveitarfélagi er bannað í því næsta. Miklar vonir eru bundnar við kjörna fulltrúa og að þau taki af skarið. Með því að koma húsnæðismarkaðnum í lag er ekki eingöngu stutt við efnahagslegan stöðugleika heldur er styrkari stoðum skotið undir félagslegan stöðugleika. Það er því til mikils að vinna og ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri SI
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun