Auglýsa í stórum stíl á sölutorgi fyrir fíkniefni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Þessi skjáskot voru tekin af smáforriti fyrir iPhone þar sem fíkniefnaauglýsingar hrúgast inn. Gífurlega erfitt er fyrir lögreglu að hafa hemil á síðum og forritum þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkir ástandinu við frumskóg. Þekkt er að seljendur vímuefna hafi nýtt sér samskiptamiðla til að koma varningi sínum á framfæri. Bæði er um að ræða miðla á borð við Facebook og Snapchat. Fréttablaðinu barst á dögunum ábending um snjallforrit sem brúkað er til verksins. Á forritinu eru stofnaðir þar til gerðir hópar og er framboðið mikið. Í hópunum eru á bilinu 400 til 1.400 einstaklingar og birtast allt að sextíu auglýsingar í þeim á klukkustund. Úrvalið er mikið, frá grasi og kókaíni yfir í læknadóp á borð við Xanex og Fentanýl. Margir bjóða upp á heimsendingu. Þá virðist nokkur samkeppni meðal einstaklinga um að bjóða sem lægst verð, mikill verðmunur er milli efna eftir söluaðilum auk þess sem margir bjóða upp á magnafslátt.Á sölutorginu má nálgast allt frá kannabis til sterkra ópíóða.„Ástandið á Íslandi er í raun þannig að það liggur við að það sé auðveldara að panta sér fíkniefni heldur en að panta sér pitsu. Þetta eru hópar sem eru opnir hverjum sem er óháð aldri. Þetta er nánast eins og að opna Fréttablaðið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Margeir segir að í hvert sinn sem lögreglunni berist ábending um slíka hópa, eða annan sambærilegan vettvang sem nýttur er til sölu, þá grípi lögreglan til einhverra aðgerða. Staðan sé hins vegar erfið enda auðvelt fyrir stofnendur hópanna eða spjallrásanna að láta þá hverfa, stofna nýja í staðinn og halda áfram á nýjum vettvangi. „Tæknin er alltaf á fleygiferð og þetta er eiginlega eins og frumskógur. Það hefur alltaf verið þannig að ef það er einhver leið til að koma þessum efnum á framfæri þá hefur hún verið nýtt. Við vitum að það eru ýmsar leiðir notaðar en hvernig við eigum að eiga við þetta er annað mál,“ segir Margeir. Mál séu mismunandi að umfangi. Stundum er auðvelt að ljúka málum en önnur mál eru umfangsmikil og krefjast gífurlegrar vinnu. Það hefur ekki verið launungarmál að lögreglan hefur þurft að forgangsraða málum hjá sér. Aðspurður um hve marga menn til viðbótar þyrfti í þessi störf ef vel ætti að vera segir Margeir að það sé erfitt að segja. „Það þyrfti tíu menn til viðbótar að lágmarki sennilega,“ segir Margeir. Hafi fólk ábendingar um fíkniefni er hægt að koma þeim nafnlaust til skila í fíkniefnasímann 800-5005 eða info@rls.is. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Gífurlega erfitt er fyrir lögreglu að hafa hemil á síðum og forritum þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkir ástandinu við frumskóg. Þekkt er að seljendur vímuefna hafi nýtt sér samskiptamiðla til að koma varningi sínum á framfæri. Bæði er um að ræða miðla á borð við Facebook og Snapchat. Fréttablaðinu barst á dögunum ábending um snjallforrit sem brúkað er til verksins. Á forritinu eru stofnaðir þar til gerðir hópar og er framboðið mikið. Í hópunum eru á bilinu 400 til 1.400 einstaklingar og birtast allt að sextíu auglýsingar í þeim á klukkustund. Úrvalið er mikið, frá grasi og kókaíni yfir í læknadóp á borð við Xanex og Fentanýl. Margir bjóða upp á heimsendingu. Þá virðist nokkur samkeppni meðal einstaklinga um að bjóða sem lægst verð, mikill verðmunur er milli efna eftir söluaðilum auk þess sem margir bjóða upp á magnafslátt.Á sölutorginu má nálgast allt frá kannabis til sterkra ópíóða.„Ástandið á Íslandi er í raun þannig að það liggur við að það sé auðveldara að panta sér fíkniefni heldur en að panta sér pitsu. Þetta eru hópar sem eru opnir hverjum sem er óháð aldri. Þetta er nánast eins og að opna Fréttablaðið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Margeir segir að í hvert sinn sem lögreglunni berist ábending um slíka hópa, eða annan sambærilegan vettvang sem nýttur er til sölu, þá grípi lögreglan til einhverra aðgerða. Staðan sé hins vegar erfið enda auðvelt fyrir stofnendur hópanna eða spjallrásanna að láta þá hverfa, stofna nýja í staðinn og halda áfram á nýjum vettvangi. „Tæknin er alltaf á fleygiferð og þetta er eiginlega eins og frumskógur. Það hefur alltaf verið þannig að ef það er einhver leið til að koma þessum efnum á framfæri þá hefur hún verið nýtt. Við vitum að það eru ýmsar leiðir notaðar en hvernig við eigum að eiga við þetta er annað mál,“ segir Margeir. Mál séu mismunandi að umfangi. Stundum er auðvelt að ljúka málum en önnur mál eru umfangsmikil og krefjast gífurlegrar vinnu. Það hefur ekki verið launungarmál að lögreglan hefur þurft að forgangsraða málum hjá sér. Aðspurður um hve marga menn til viðbótar þyrfti í þessi störf ef vel ætti að vera segir Margeir að það sé erfitt að segja. „Það þyrfti tíu menn til viðbótar að lágmarki sennilega,“ segir Margeir. Hafi fólk ábendingar um fíkniefni er hægt að koma þeim nafnlaust til skila í fíkniefnasímann 800-5005 eða info@rls.is.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira