Treyst á 13 ára hagvaxtarskeið Óttar Snædal skrifar 25. apríl 2018 07:00 Fyrsta fjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar liggur nú fyrir Alþingi. Tónninn var sleginn fyrr á árinu þegar fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var lögð fram og er áætlunin í grunninn nánari útfærsla á stefnu stjórnvalda í opinberum fjármálum á komandi árum. Þó margt jákvætt megi draga úr báðum þessum stefnumarkandi plöggum þá fyllist brjóst manns sárum trega leiti hugurinn til þeirrar skammsýni sem einkennir heildarstefnuna. Það ætti ekki að koma á óvart að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að takmarka hve langt þeir horfa fram á veginn. Slíkt er eðli starfsins. Frumforsenda framlagðrar áætlunar virðist sú að þessi uppsveifla muni ólíkt öðrum seint taka enda. Frá stríðslokum hafa hagvaxtarskeið að meðaltali verið um fjögur ár á Íslandi en nú eiga sex ár af samfelldum hagvexti að bætast við þau sjö sem þegar eru liðin. Það mun seint teljast ábyrg stefna að treysta á eina lengstu efnahagsuppsveiflu Íslandssögunnar en um leið stefna að því að skila svo takmörkuðum afgangi. Munum við Íslendingar naga okkur í handarbökin fari svo að uppsveiflan fylli ekki þrettán ár og nauðsynlegt verði að ráðast í mikinn niðurskurð eða skattahækkanir í næstu niðursveiflu þrátt fyrir met í skattheimtu árin á undan. Hin rétta forgangsröðun þegar vel árar er að búa í haginn. Vissulega er ástæða til að hrósa stjórnvöldum fyrir frábæran árangur við að lækka skuldir á undanförnum árum. Skuldalækkunin er hreint lygileg en áætlað er að í lok þessa árs hafi skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu meira en helmingast frá árinu 2010. Því fer þó fjarri að við séum komin fyrir vind. Vaxtakostnaður er enn baggi á opinberum rekstri og jafnvel þó fjármálaáætlunin gangi eftir að öllu leyti þá verða skuldir enn, í lok 13 ára hagvaxtarskeiðs, hærra hlutfall landsframleiðslu en þær voru árið 2007. Ástæða lítils afgangs af opinberum rekstri er sannarlega ekki tekjuskortur. Í kjölfar efnahagshrunsins síðasta voru skattar hækkaðir markvert á bæði fólk og fyrirtæki og voru það auknar skatttekjur frekar en niðurskurður sem brúuðu fjárlagagatið. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá standa skattahækkanirnar enn að mestu óhreyfðar. Aukin efnahagsumsvif við hærri skattprósentur hafa skilað því að skattheimta er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Þegar er farið að hægja á hagvexti en þrátt fyrir það eru tekjur hins opinbera enn gríðarlegar bæði í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Það er ekki að sjá að það trufli stjórnvöld eða aðra þingmenn mikið að Ísland sé orðið háskattaríki. Það virðist nefnilega ágætis samhljómur um það þvert á flokka að árangur sé best mældur í útgjöldum. Virðist mestu skipta að útgjöldin aukist sem mest og til sem flestra málaflokka. Er það skrýtin stefna miðað við núverandi stöðu. Þó bæði sé leiðrétt fyrir mannfjölda og verðlagsbreytingum þá eru opinber útgjöld nú orðin meiri en þau hafa nokkru sinni verið og er Ísland í hópi þeirra þróuðu ríkja þar sem umsvif hins opinbera eru mest. Auðvitað skortir alltaf fé til þarfra verka en það er hlutverk stjórnmálanna að forgangsraða við útdeilingu þess fjár sem við treystum þeim fyrir og eins að fylgja því eftir að opinbert fé sé vel nýtt. Það gefur augaleið miðað við stærð útgjaldarammans að standi vilji til að auka framlög til vissra málaflokka þá má draga úr framlögum til annarra. Fjármálaáætlunin er sem betur fer engin lokaafurð núverandi ríkisstjórnar. Hin eiginlega stefna mun birtast í fjárlögum og annarri lagasetningu á komandi árum. Að mörgu leyti stendur hið opinbera vel og verður ekki deilt um árangur síðustu ára. Opinber rekstur hvílir þó ávallt á almenningi þessa lands og þeirri verðmætasköpun sem til verður í samfélaginu. Er því ábyrgðarhluti að gæta ekki varfærni í opinberum rekstri. Safna ber forða þegar vel árar því það er eitt að spenna bogann í eigin bókhaldi en bara ljótt að gera það með fé skattborgara.Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta fjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar liggur nú fyrir Alþingi. Tónninn var sleginn fyrr á árinu þegar fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var lögð fram og er áætlunin í grunninn nánari útfærsla á stefnu stjórnvalda í opinberum fjármálum á komandi árum. Þó margt jákvætt megi draga úr báðum þessum stefnumarkandi plöggum þá fyllist brjóst manns sárum trega leiti hugurinn til þeirrar skammsýni sem einkennir heildarstefnuna. Það ætti ekki að koma á óvart að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að takmarka hve langt þeir horfa fram á veginn. Slíkt er eðli starfsins. Frumforsenda framlagðrar áætlunar virðist sú að þessi uppsveifla muni ólíkt öðrum seint taka enda. Frá stríðslokum hafa hagvaxtarskeið að meðaltali verið um fjögur ár á Íslandi en nú eiga sex ár af samfelldum hagvexti að bætast við þau sjö sem þegar eru liðin. Það mun seint teljast ábyrg stefna að treysta á eina lengstu efnahagsuppsveiflu Íslandssögunnar en um leið stefna að því að skila svo takmörkuðum afgangi. Munum við Íslendingar naga okkur í handarbökin fari svo að uppsveiflan fylli ekki þrettán ár og nauðsynlegt verði að ráðast í mikinn niðurskurð eða skattahækkanir í næstu niðursveiflu þrátt fyrir met í skattheimtu árin á undan. Hin rétta forgangsröðun þegar vel árar er að búa í haginn. Vissulega er ástæða til að hrósa stjórnvöldum fyrir frábæran árangur við að lækka skuldir á undanförnum árum. Skuldalækkunin er hreint lygileg en áætlað er að í lok þessa árs hafi skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu meira en helmingast frá árinu 2010. Því fer þó fjarri að við séum komin fyrir vind. Vaxtakostnaður er enn baggi á opinberum rekstri og jafnvel þó fjármálaáætlunin gangi eftir að öllu leyti þá verða skuldir enn, í lok 13 ára hagvaxtarskeiðs, hærra hlutfall landsframleiðslu en þær voru árið 2007. Ástæða lítils afgangs af opinberum rekstri er sannarlega ekki tekjuskortur. Í kjölfar efnahagshrunsins síðasta voru skattar hækkaðir markvert á bæði fólk og fyrirtæki og voru það auknar skatttekjur frekar en niðurskurður sem brúuðu fjárlagagatið. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá standa skattahækkanirnar enn að mestu óhreyfðar. Aukin efnahagsumsvif við hærri skattprósentur hafa skilað því að skattheimta er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Þegar er farið að hægja á hagvexti en þrátt fyrir það eru tekjur hins opinbera enn gríðarlegar bæði í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Það er ekki að sjá að það trufli stjórnvöld eða aðra þingmenn mikið að Ísland sé orðið háskattaríki. Það virðist nefnilega ágætis samhljómur um það þvert á flokka að árangur sé best mældur í útgjöldum. Virðist mestu skipta að útgjöldin aukist sem mest og til sem flestra málaflokka. Er það skrýtin stefna miðað við núverandi stöðu. Þó bæði sé leiðrétt fyrir mannfjölda og verðlagsbreytingum þá eru opinber útgjöld nú orðin meiri en þau hafa nokkru sinni verið og er Ísland í hópi þeirra þróuðu ríkja þar sem umsvif hins opinbera eru mest. Auðvitað skortir alltaf fé til þarfra verka en það er hlutverk stjórnmálanna að forgangsraða við útdeilingu þess fjár sem við treystum þeim fyrir og eins að fylgja því eftir að opinbert fé sé vel nýtt. Það gefur augaleið miðað við stærð útgjaldarammans að standi vilji til að auka framlög til vissra málaflokka þá má draga úr framlögum til annarra. Fjármálaáætlunin er sem betur fer engin lokaafurð núverandi ríkisstjórnar. Hin eiginlega stefna mun birtast í fjárlögum og annarri lagasetningu á komandi árum. Að mörgu leyti stendur hið opinbera vel og verður ekki deilt um árangur síðustu ára. Opinber rekstur hvílir þó ávallt á almenningi þessa lands og þeirri verðmætasköpun sem til verður í samfélaginu. Er því ábyrgðarhluti að gæta ekki varfærni í opinberum rekstri. Safna ber forða þegar vel árar því það er eitt að spenna bogann í eigin bókhaldi en bara ljótt að gera það með fé skattborgara.Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun