Tiltrú og væntingar íslenskra neytenda Guðni Rafn Gunnarsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Undanfarin 17 ár hefur Gallup mælt tiltrú og væntingar landsmanna mánaðarlega með það að leiðarljósi að fá innsýn í hugarfar íslenskra neytenda. Markmiðið með mælingum á Væntingavísitölu Gallup er að fá fram vísbendingar um þróun á einkaneyslu. Væntingavísitala Gallup byggir á fimm spurningum sem snúa að mati á efnahagsaðstæðum og ástandi í atvinnumálum nú og eftir sex mánuði ásamt væntingum til heildartekna eftir sex mánuði. Vísitalan getur tekið gildi á bilinu 0-200 og ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir svarendur en neikvæðir og öfugt ef gildi vísitölunnar er lægra en 100. Á mynd 1 má sjá gildi Væntingavísitölu Gallup frá upphafi mælinga. Fyrsta gildi vísitölunnar í mars 2001 mældist 108,3 og má því segja að íslenskir neytendur hafi verið heldur jákvæðir í byrjun mælinga en þegar leið á árið 2001 þyngdust brúnir. Á fyrri hluta árs 2002 hækkaði vísitalan aftur og mældist yfir 100 stigum nær samfleytt til niðursveiflunnar 2006. Væntingavísitala Gallup hækkaði í kjölfar „litlu kreppunnar“ og náði hæsta gildi sínu, 155 stigum, í góðærinu í maí 2007. Leitni vísitölunnar var svo niður á við frá miðju ári 2007 og féll hún niður í 23 stig í nóvember 2008 í fyrstu mælingu eftir bankahrun. Má því segja að neytendur hafi að einhverju leyti séð fyrir að staða efnahagsmála væri viðsjárverð. Frá hruni hefur verið stígandi í vísitölunni ef frá eru taldar nokkrar sveiflur eins og lækkun í kringum mótmælin í október 2010 og hækkun í kringum alþingiskosningar. Væntingavísitala Gallup hefur tilhneigingu til að hækka í aðdraganda alþingiskosninga þegar kjósendur vænta betri tíðar eins og sjá má á bláu súlunum. Undanfarin misseri hefur Væntingavísitala Gallup mælst há en frá miðju ári 2015 hefur gildi vísitölunnar samfleytt mælst yfir 100 stigum og vel það.Samhliða útreikningi á Væntingavísitölu Gallup eru reiknaðar undirvísitölur sem snúa annars vegar að mati á núverandi ástandi og hins vegar að væntingum til aðstæðna eftir sex mánuði. Mynd 2 sýnir þróun á þessum undirvísitölum. Í góðærinu á árunum fyrir hrun mældist mat á núverandi ástandi hærra en væntingar að hálfu ári liðnu en það stöðumat breyttist í hruninu. Eftir hrun mældust væntingar til framtíðarinnar hærri en mat á núverandi ástandi þar til á fyrri hluta árs 2016 þegar mat á núverandi ástandi hækkaði umfram væntingar og hefur mælst hærra allar götur síðan. Í síðustu mælingu á Væntingavísitölu Gallup í mars mat helmingur þjóðarinnar ástandið í efnahagsmálum gott sem er svipað hlutfall og á árunum fyrir hrun. Þegar gildi Væntingavísitölu Gallup er greint eftir hópum kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Karlar eru almennt jákvæðari en konur hvað mat á efnahags- og atvinnuástandi varðar og mælist gildi vísitölunnar hjá körlum nær undantekningarlaust hærra. Þannig mælist meðaltal vísitölunnar frá upphafi mælinga 105 stig hjá körlum en 84 stig hjá konum. Eftir því sem fólk er yngra mælist vísitalan að jafnaði hærri og íbúar á á suðvesturhorni landsins eru jákvæðari en þeir sem búa í öðrum landshlutum. Fólk með lengri menntun er almennt jákvæðara og eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri þeim mun hærra er gildi Væntingavísitölu Gallup.Eins og áður segir er tilgangurinn að fá fram vísbendingar um þróun einkaneyslu. Ef neytendur hafa tiltrú á núverandi aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum og eru bjartsýnir á aðstæður í náinni framtíð eru þeir líklegri en ella til að auka einkaneyslu. Á mynd 3 má sjá ársmeðaltöl Væntingavísitölu Gallup á vinstri ás og fjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á hægri ás, eftir árum. Af myndinni má sjá fylgni milli þessara stærða. Benda má á að Væntingavísitala Gallup mældist heldur lægri 2017 en árið á undan og fyrstu þrír mánuðir ársins í ár mælast aðeins lægri en í upphafi árs í fyrra. Þess ber að geta að inni í skráningum nýrra bíla er sala til bílaleiga sem gæti skekkt samanburðinn en það má velta fyrir sér hvort þarna sé að finna vísbendingu um að hægst gæti á sölu nýrra bíla. Nú tíu árum eftir hrun eru íslenskir neytendur almennt bjartsýnir og tiltrú þeirra og væntingum svipar til aðstæðna í síðasta góðæri. Vonandi hafa þeir ástæðu til að halda fluginu áfram áður en komið er inn til mjúkrar lendingar eins og er nú tíðrætt.Höfundur er sviðsstjóri fjölmiðla- og hagrannsókna hjá Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin 17 ár hefur Gallup mælt tiltrú og væntingar landsmanna mánaðarlega með það að leiðarljósi að fá innsýn í hugarfar íslenskra neytenda. Markmiðið með mælingum á Væntingavísitölu Gallup er að fá fram vísbendingar um þróun á einkaneyslu. Væntingavísitala Gallup byggir á fimm spurningum sem snúa að mati á efnahagsaðstæðum og ástandi í atvinnumálum nú og eftir sex mánuði ásamt væntingum til heildartekna eftir sex mánuði. Vísitalan getur tekið gildi á bilinu 0-200 og ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir svarendur en neikvæðir og öfugt ef gildi vísitölunnar er lægra en 100. Á mynd 1 má sjá gildi Væntingavísitölu Gallup frá upphafi mælinga. Fyrsta gildi vísitölunnar í mars 2001 mældist 108,3 og má því segja að íslenskir neytendur hafi verið heldur jákvæðir í byrjun mælinga en þegar leið á árið 2001 þyngdust brúnir. Á fyrri hluta árs 2002 hækkaði vísitalan aftur og mældist yfir 100 stigum nær samfleytt til niðursveiflunnar 2006. Væntingavísitala Gallup hækkaði í kjölfar „litlu kreppunnar“ og náði hæsta gildi sínu, 155 stigum, í góðærinu í maí 2007. Leitni vísitölunnar var svo niður á við frá miðju ári 2007 og féll hún niður í 23 stig í nóvember 2008 í fyrstu mælingu eftir bankahrun. Má því segja að neytendur hafi að einhverju leyti séð fyrir að staða efnahagsmála væri viðsjárverð. Frá hruni hefur verið stígandi í vísitölunni ef frá eru taldar nokkrar sveiflur eins og lækkun í kringum mótmælin í október 2010 og hækkun í kringum alþingiskosningar. Væntingavísitala Gallup hefur tilhneigingu til að hækka í aðdraganda alþingiskosninga þegar kjósendur vænta betri tíðar eins og sjá má á bláu súlunum. Undanfarin misseri hefur Væntingavísitala Gallup mælst há en frá miðju ári 2015 hefur gildi vísitölunnar samfleytt mælst yfir 100 stigum og vel það.Samhliða útreikningi á Væntingavísitölu Gallup eru reiknaðar undirvísitölur sem snúa annars vegar að mati á núverandi ástandi og hins vegar að væntingum til aðstæðna eftir sex mánuði. Mynd 2 sýnir þróun á þessum undirvísitölum. Í góðærinu á árunum fyrir hrun mældist mat á núverandi ástandi hærra en væntingar að hálfu ári liðnu en það stöðumat breyttist í hruninu. Eftir hrun mældust væntingar til framtíðarinnar hærri en mat á núverandi ástandi þar til á fyrri hluta árs 2016 þegar mat á núverandi ástandi hækkaði umfram væntingar og hefur mælst hærra allar götur síðan. Í síðustu mælingu á Væntingavísitölu Gallup í mars mat helmingur þjóðarinnar ástandið í efnahagsmálum gott sem er svipað hlutfall og á árunum fyrir hrun. Þegar gildi Væntingavísitölu Gallup er greint eftir hópum kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Karlar eru almennt jákvæðari en konur hvað mat á efnahags- og atvinnuástandi varðar og mælist gildi vísitölunnar hjá körlum nær undantekningarlaust hærra. Þannig mælist meðaltal vísitölunnar frá upphafi mælinga 105 stig hjá körlum en 84 stig hjá konum. Eftir því sem fólk er yngra mælist vísitalan að jafnaði hærri og íbúar á á suðvesturhorni landsins eru jákvæðari en þeir sem búa í öðrum landshlutum. Fólk með lengri menntun er almennt jákvæðara og eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri þeim mun hærra er gildi Væntingavísitölu Gallup.Eins og áður segir er tilgangurinn að fá fram vísbendingar um þróun einkaneyslu. Ef neytendur hafa tiltrú á núverandi aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum og eru bjartsýnir á aðstæður í náinni framtíð eru þeir líklegri en ella til að auka einkaneyslu. Á mynd 3 má sjá ársmeðaltöl Væntingavísitölu Gallup á vinstri ás og fjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á hægri ás, eftir árum. Af myndinni má sjá fylgni milli þessara stærða. Benda má á að Væntingavísitala Gallup mældist heldur lægri 2017 en árið á undan og fyrstu þrír mánuðir ársins í ár mælast aðeins lægri en í upphafi árs í fyrra. Þess ber að geta að inni í skráningum nýrra bíla er sala til bílaleiga sem gæti skekkt samanburðinn en það má velta fyrir sér hvort þarna sé að finna vísbendingu um að hægst gæti á sölu nýrra bíla. Nú tíu árum eftir hrun eru íslenskir neytendur almennt bjartsýnir og tiltrú þeirra og væntingum svipar til aðstæðna í síðasta góðæri. Vonandi hafa þeir ástæðu til að halda fluginu áfram áður en komið er inn til mjúkrar lendingar eins og er nú tíðrætt.Höfundur er sviðsstjóri fjölmiðla- og hagrannsókna hjá Gallup
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar