Tiltrú og væntingar íslenskra neytenda Guðni Rafn Gunnarsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Undanfarin 17 ár hefur Gallup mælt tiltrú og væntingar landsmanna mánaðarlega með það að leiðarljósi að fá innsýn í hugarfar íslenskra neytenda. Markmiðið með mælingum á Væntingavísitölu Gallup er að fá fram vísbendingar um þróun á einkaneyslu. Væntingavísitala Gallup byggir á fimm spurningum sem snúa að mati á efnahagsaðstæðum og ástandi í atvinnumálum nú og eftir sex mánuði ásamt væntingum til heildartekna eftir sex mánuði. Vísitalan getur tekið gildi á bilinu 0-200 og ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir svarendur en neikvæðir og öfugt ef gildi vísitölunnar er lægra en 100. Á mynd 1 má sjá gildi Væntingavísitölu Gallup frá upphafi mælinga. Fyrsta gildi vísitölunnar í mars 2001 mældist 108,3 og má því segja að íslenskir neytendur hafi verið heldur jákvæðir í byrjun mælinga en þegar leið á árið 2001 þyngdust brúnir. Á fyrri hluta árs 2002 hækkaði vísitalan aftur og mældist yfir 100 stigum nær samfleytt til niðursveiflunnar 2006. Væntingavísitala Gallup hækkaði í kjölfar „litlu kreppunnar“ og náði hæsta gildi sínu, 155 stigum, í góðærinu í maí 2007. Leitni vísitölunnar var svo niður á við frá miðju ári 2007 og féll hún niður í 23 stig í nóvember 2008 í fyrstu mælingu eftir bankahrun. Má því segja að neytendur hafi að einhverju leyti séð fyrir að staða efnahagsmála væri viðsjárverð. Frá hruni hefur verið stígandi í vísitölunni ef frá eru taldar nokkrar sveiflur eins og lækkun í kringum mótmælin í október 2010 og hækkun í kringum alþingiskosningar. Væntingavísitala Gallup hefur tilhneigingu til að hækka í aðdraganda alþingiskosninga þegar kjósendur vænta betri tíðar eins og sjá má á bláu súlunum. Undanfarin misseri hefur Væntingavísitala Gallup mælst há en frá miðju ári 2015 hefur gildi vísitölunnar samfleytt mælst yfir 100 stigum og vel það.Samhliða útreikningi á Væntingavísitölu Gallup eru reiknaðar undirvísitölur sem snúa annars vegar að mati á núverandi ástandi og hins vegar að væntingum til aðstæðna eftir sex mánuði. Mynd 2 sýnir þróun á þessum undirvísitölum. Í góðærinu á árunum fyrir hrun mældist mat á núverandi ástandi hærra en væntingar að hálfu ári liðnu en það stöðumat breyttist í hruninu. Eftir hrun mældust væntingar til framtíðarinnar hærri en mat á núverandi ástandi þar til á fyrri hluta árs 2016 þegar mat á núverandi ástandi hækkaði umfram væntingar og hefur mælst hærra allar götur síðan. Í síðustu mælingu á Væntingavísitölu Gallup í mars mat helmingur þjóðarinnar ástandið í efnahagsmálum gott sem er svipað hlutfall og á árunum fyrir hrun. Þegar gildi Væntingavísitölu Gallup er greint eftir hópum kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Karlar eru almennt jákvæðari en konur hvað mat á efnahags- og atvinnuástandi varðar og mælist gildi vísitölunnar hjá körlum nær undantekningarlaust hærra. Þannig mælist meðaltal vísitölunnar frá upphafi mælinga 105 stig hjá körlum en 84 stig hjá konum. Eftir því sem fólk er yngra mælist vísitalan að jafnaði hærri og íbúar á á suðvesturhorni landsins eru jákvæðari en þeir sem búa í öðrum landshlutum. Fólk með lengri menntun er almennt jákvæðara og eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri þeim mun hærra er gildi Væntingavísitölu Gallup.Eins og áður segir er tilgangurinn að fá fram vísbendingar um þróun einkaneyslu. Ef neytendur hafa tiltrú á núverandi aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum og eru bjartsýnir á aðstæður í náinni framtíð eru þeir líklegri en ella til að auka einkaneyslu. Á mynd 3 má sjá ársmeðaltöl Væntingavísitölu Gallup á vinstri ás og fjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á hægri ás, eftir árum. Af myndinni má sjá fylgni milli þessara stærða. Benda má á að Væntingavísitala Gallup mældist heldur lægri 2017 en árið á undan og fyrstu þrír mánuðir ársins í ár mælast aðeins lægri en í upphafi árs í fyrra. Þess ber að geta að inni í skráningum nýrra bíla er sala til bílaleiga sem gæti skekkt samanburðinn en það má velta fyrir sér hvort þarna sé að finna vísbendingu um að hægst gæti á sölu nýrra bíla. Nú tíu árum eftir hrun eru íslenskir neytendur almennt bjartsýnir og tiltrú þeirra og væntingum svipar til aðstæðna í síðasta góðæri. Vonandi hafa þeir ástæðu til að halda fluginu áfram áður en komið er inn til mjúkrar lendingar eins og er nú tíðrætt.Höfundur er sviðsstjóri fjölmiðla- og hagrannsókna hjá Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin 17 ár hefur Gallup mælt tiltrú og væntingar landsmanna mánaðarlega með það að leiðarljósi að fá innsýn í hugarfar íslenskra neytenda. Markmiðið með mælingum á Væntingavísitölu Gallup er að fá fram vísbendingar um þróun á einkaneyslu. Væntingavísitala Gallup byggir á fimm spurningum sem snúa að mati á efnahagsaðstæðum og ástandi í atvinnumálum nú og eftir sex mánuði ásamt væntingum til heildartekna eftir sex mánuði. Vísitalan getur tekið gildi á bilinu 0-200 og ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir svarendur en neikvæðir og öfugt ef gildi vísitölunnar er lægra en 100. Á mynd 1 má sjá gildi Væntingavísitölu Gallup frá upphafi mælinga. Fyrsta gildi vísitölunnar í mars 2001 mældist 108,3 og má því segja að íslenskir neytendur hafi verið heldur jákvæðir í byrjun mælinga en þegar leið á árið 2001 þyngdust brúnir. Á fyrri hluta árs 2002 hækkaði vísitalan aftur og mældist yfir 100 stigum nær samfleytt til niðursveiflunnar 2006. Væntingavísitala Gallup hækkaði í kjölfar „litlu kreppunnar“ og náði hæsta gildi sínu, 155 stigum, í góðærinu í maí 2007. Leitni vísitölunnar var svo niður á við frá miðju ári 2007 og féll hún niður í 23 stig í nóvember 2008 í fyrstu mælingu eftir bankahrun. Má því segja að neytendur hafi að einhverju leyti séð fyrir að staða efnahagsmála væri viðsjárverð. Frá hruni hefur verið stígandi í vísitölunni ef frá eru taldar nokkrar sveiflur eins og lækkun í kringum mótmælin í október 2010 og hækkun í kringum alþingiskosningar. Væntingavísitala Gallup hefur tilhneigingu til að hækka í aðdraganda alþingiskosninga þegar kjósendur vænta betri tíðar eins og sjá má á bláu súlunum. Undanfarin misseri hefur Væntingavísitala Gallup mælst há en frá miðju ári 2015 hefur gildi vísitölunnar samfleytt mælst yfir 100 stigum og vel það.Samhliða útreikningi á Væntingavísitölu Gallup eru reiknaðar undirvísitölur sem snúa annars vegar að mati á núverandi ástandi og hins vegar að væntingum til aðstæðna eftir sex mánuði. Mynd 2 sýnir þróun á þessum undirvísitölum. Í góðærinu á árunum fyrir hrun mældist mat á núverandi ástandi hærra en væntingar að hálfu ári liðnu en það stöðumat breyttist í hruninu. Eftir hrun mældust væntingar til framtíðarinnar hærri en mat á núverandi ástandi þar til á fyrri hluta árs 2016 þegar mat á núverandi ástandi hækkaði umfram væntingar og hefur mælst hærra allar götur síðan. Í síðustu mælingu á Væntingavísitölu Gallup í mars mat helmingur þjóðarinnar ástandið í efnahagsmálum gott sem er svipað hlutfall og á árunum fyrir hrun. Þegar gildi Væntingavísitölu Gallup er greint eftir hópum kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Karlar eru almennt jákvæðari en konur hvað mat á efnahags- og atvinnuástandi varðar og mælist gildi vísitölunnar hjá körlum nær undantekningarlaust hærra. Þannig mælist meðaltal vísitölunnar frá upphafi mælinga 105 stig hjá körlum en 84 stig hjá konum. Eftir því sem fólk er yngra mælist vísitalan að jafnaði hærri og íbúar á á suðvesturhorni landsins eru jákvæðari en þeir sem búa í öðrum landshlutum. Fólk með lengri menntun er almennt jákvæðara og eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri þeim mun hærra er gildi Væntingavísitölu Gallup.Eins og áður segir er tilgangurinn að fá fram vísbendingar um þróun einkaneyslu. Ef neytendur hafa tiltrú á núverandi aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum og eru bjartsýnir á aðstæður í náinni framtíð eru þeir líklegri en ella til að auka einkaneyslu. Á mynd 3 má sjá ársmeðaltöl Væntingavísitölu Gallup á vinstri ás og fjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á hægri ás, eftir árum. Af myndinni má sjá fylgni milli þessara stærða. Benda má á að Væntingavísitala Gallup mældist heldur lægri 2017 en árið á undan og fyrstu þrír mánuðir ársins í ár mælast aðeins lægri en í upphafi árs í fyrra. Þess ber að geta að inni í skráningum nýrra bíla er sala til bílaleiga sem gæti skekkt samanburðinn en það má velta fyrir sér hvort þarna sé að finna vísbendingu um að hægst gæti á sölu nýrra bíla. Nú tíu árum eftir hrun eru íslenskir neytendur almennt bjartsýnir og tiltrú þeirra og væntingum svipar til aðstæðna í síðasta góðæri. Vonandi hafa þeir ástæðu til að halda fluginu áfram áður en komið er inn til mjúkrar lendingar eins og er nú tíðrætt.Höfundur er sviðsstjóri fjölmiðla- og hagrannsókna hjá Gallup
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar