Messað yfir kórnum Davíð Þorláksson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosningaloforð sín hinn 14. apríl. Fólkið er nýtt, en hugmyndirnar kunnuglegar; útþensla byggðar og fleiri bílamannvirki. Hins vegar vantar mál sem ætti alltaf að vera á stefnuskrá flokksins – skattalækkanir. Eina skattalækkunin sem var nefnd er afnám fasteignagjalda á eldri borgara. Það er sérstakt í ljósi þess að tekjulágir eldri borgarar fá afslátt af fasteignagjöldum. Gert er ráð fyrir að skatttekjur Reykjavíkurborgar verði 27% hærri í ár en þær voru fyrsta ár kjörtímabilsins. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 7%. Það væri því nægt svigrúm til skattalækkana ef borgin væri vel rekin. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar sýnir mikinn mun á fylgi flokksins eftir kynjum, hverfum og aldri. Um 8% kvenna í Vesturbæ ætla að kjósa flokkinn á meðan 49% karla í Árbæ ætla að gera það. Um 33% fólks á aldrinum 45-59 ára ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en bara 21% fólks 30-44 ára. Í heildina ætla 27,4% að kjósa flokkinn. Það er aðeins hærra en þau 25,7% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem þó var versta útkoma í sögu hans. Sóknartækifæri flokksins liggja því hjá ungu fólki og konum sem búa miðsvæðis. Flokkurinn hefur samt síðustu ár aðallega verið að tala til eldri karla í úthverfum. Eldri maðurinn í Árbæ er eflaust kattsáttur við afnám fasteignagjalda á sig. Unga konan í Vesturbænum er líklega ekki sannfærð. Borgarfulltrúum flokksins virðist hafa verið meira umhugað um að vinna næsta prófkjör en næstu kosningar. Vonandi bera nýir frambjóðendur gæfu til þess að breyta því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Kosningar 2018 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosningaloforð sín hinn 14. apríl. Fólkið er nýtt, en hugmyndirnar kunnuglegar; útþensla byggðar og fleiri bílamannvirki. Hins vegar vantar mál sem ætti alltaf að vera á stefnuskrá flokksins – skattalækkanir. Eina skattalækkunin sem var nefnd er afnám fasteignagjalda á eldri borgara. Það er sérstakt í ljósi þess að tekjulágir eldri borgarar fá afslátt af fasteignagjöldum. Gert er ráð fyrir að skatttekjur Reykjavíkurborgar verði 27% hærri í ár en þær voru fyrsta ár kjörtímabilsins. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 7%. Það væri því nægt svigrúm til skattalækkana ef borgin væri vel rekin. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar sýnir mikinn mun á fylgi flokksins eftir kynjum, hverfum og aldri. Um 8% kvenna í Vesturbæ ætla að kjósa flokkinn á meðan 49% karla í Árbæ ætla að gera það. Um 33% fólks á aldrinum 45-59 ára ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en bara 21% fólks 30-44 ára. Í heildina ætla 27,4% að kjósa flokkinn. Það er aðeins hærra en þau 25,7% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem þó var versta útkoma í sögu hans. Sóknartækifæri flokksins liggja því hjá ungu fólki og konum sem búa miðsvæðis. Flokkurinn hefur samt síðustu ár aðallega verið að tala til eldri karla í úthverfum. Eldri maðurinn í Árbæ er eflaust kattsáttur við afnám fasteignagjalda á sig. Unga konan í Vesturbænum er líklega ekki sannfærð. Borgarfulltrúum flokksins virðist hafa verið meira umhugað um að vinna næsta prófkjör en næstu kosningar. Vonandi bera nýir frambjóðendur gæfu til þess að breyta því.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar