Eldur í klæðningu Perlunnar Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. apríl 2018 14:47 Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í klæðningu utan á einum af hitaveitutönkum Perlunnar. Búið er að rýma bygginguna og verður Perlan ekki opnuð aftur í dag. Engin slys urðu á fólki. Allt tiltækt slökkvilið er á staðnum og hefur allt starfsfólk slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu verið kallað út. Eldur er á milli þilja í einum af tönkum byggingarinnar en hann er tómur. Á að setja þar upp stjörnuver eftir því sem Vísir kemst næst en heildarkostnaður við sýninguna er um tveir milljarðar króna. Voru iðnaðarmenn að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp. Ljóst er að tjónið er mikið þar sem bæði reykurinn sem og vatnið sem dælt er inn til að slökkva valda tjóni á tanknum og inni í Perlunni. Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldurinn hafi líklegast kraumað þarna í einhvern tíma áður en slökkviliði kom á vettvang. Ekki er mikill eldur en mikinn reyk leggur frá tanknum. Hefur slökkviliðið áhyggjur af því að eldurinn geti breiðst út þar sem erfitt er að komast að vegna járnklæðningarinnar utan á Perlunni. Búið er að rífa eina plötu af utan á tankinum þar sem slökkviliðsmenn sprauta vatni inn. Þá eru reykkafarar inni í tanknum auk þess sem einnig er unnið ofan frá á þaki byggingarinnar. Birgir segir slökkviliðið leggja áherslu á það að verja bygginguna og koma í veg fyrir að eldurinn breiðist út. Um mjög erfitt verkefni er að ræða. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá vinnu slökkviliðsins á vettvangi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:40.Vísir/HeimirMikill viðbúnaður er á staðnum en allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á vettvangi.vísir/heimirMikinn reyk leggur frá tanknum en ekki er mikill eldur.vísir/heimirSlökkviliðsmenn hafa rifið af klæðningunni til að komast betur að en mikinn reyk leggur frá tanknum.vísir/heimirReykur er byrjaður að koma undan klæðningunni á tanknum.vísir/heimir Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í klæðningu utan á einum af hitaveitutönkum Perlunnar. Búið er að rýma bygginguna og verður Perlan ekki opnuð aftur í dag. Engin slys urðu á fólki. Allt tiltækt slökkvilið er á staðnum og hefur allt starfsfólk slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu verið kallað út. Eldur er á milli þilja í einum af tönkum byggingarinnar en hann er tómur. Á að setja þar upp stjörnuver eftir því sem Vísir kemst næst en heildarkostnaður við sýninguna er um tveir milljarðar króna. Voru iðnaðarmenn að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp. Ljóst er að tjónið er mikið þar sem bæði reykurinn sem og vatnið sem dælt er inn til að slökkva valda tjóni á tanknum og inni í Perlunni. Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldurinn hafi líklegast kraumað þarna í einhvern tíma áður en slökkviliði kom á vettvang. Ekki er mikill eldur en mikinn reyk leggur frá tanknum. Hefur slökkviliðið áhyggjur af því að eldurinn geti breiðst út þar sem erfitt er að komast að vegna járnklæðningarinnar utan á Perlunni. Búið er að rífa eina plötu af utan á tankinum þar sem slökkviliðsmenn sprauta vatni inn. Þá eru reykkafarar inni í tanknum auk þess sem einnig er unnið ofan frá á þaki byggingarinnar. Birgir segir slökkviliðið leggja áherslu á það að verja bygginguna og koma í veg fyrir að eldurinn breiðist út. Um mjög erfitt verkefni er að ræða. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá vinnu slökkviliðsins á vettvangi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:40.Vísir/HeimirMikill viðbúnaður er á staðnum en allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á vettvangi.vísir/heimirMikinn reyk leggur frá tanknum en ekki er mikill eldur.vísir/heimirSlökkviliðsmenn hafa rifið af klæðningunni til að komast betur að en mikinn reyk leggur frá tanknum.vísir/heimirReykur er byrjaður að koma undan klæðningunni á tanknum.vísir/heimir
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira