Langlífi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2018 07:00 „Líflína þín er óvenju stutt, þannig að þú verður ekkert voðalega gömul,“ sagði spákona mér þegar ég var tvítug. Hún sagði mér líka ýmislegt annað sem átti eftir að rætast. Því hefur það hvarflað að mér hvort endalok okkar séu fyrirfram ákveðin. En þegar saga langlífustu þjóðar heims er skoðuð má læra ýmislegt. Japanir voru ekki alltaf langlífastir. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Japanir með eina hæstu dánartíðnina og árið 1980 voru íbúar Nagano-héraðs í japönsku ölpunum með hæstu tíðni heilablóðfalla. Ráðamenn leituðu skýringa og fundu hana í þjóðarréttinum tsukemono sem inniheldur mikið af salti og var vinsæll í héraðinu. Með öflugu fræðsluátaki tókst að draga úr neyslunni sem varð til þess að tíðni heilablóðfalla lækkaði hratt. Japanir hafa gert fleira til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Eftir að ævistarfinu lýkur taka margir upp hlutastarf á nýjum vettvangi. Þeir virkja hver annan í gönguferðir, nágranna og fjölskyldu. Þeir bera fram matinn á litlum diskum og innbyrða um þriðjung af hitaeiningunum sem Bandaríkjamenn neyta. Japanir hugsa um hreinlæti og heilbrigðiskerfið er gott. Fjölskyldan er náin og félagsleg tengsl sterk. Stjórnvöld leggja áherslu á forvarnir fyrir íbúa sína svo þeir lifi ekki einungis lengi heldur geti notið þess að eldast heilbrigðir. Fyrst eftir spádóminn hugsaði ég með mér að það væri nú bara helvíti gott ef ég næði fertugu. Svo varð ég fertug og mér fannst lífið rétt að byrja. Því er gott til þess að hugsa að við getum gert ýmislegt til að auka líkurnar á að við náum háum aldri. Það hafa Japanir kennt okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
„Líflína þín er óvenju stutt, þannig að þú verður ekkert voðalega gömul,“ sagði spákona mér þegar ég var tvítug. Hún sagði mér líka ýmislegt annað sem átti eftir að rætast. Því hefur það hvarflað að mér hvort endalok okkar séu fyrirfram ákveðin. En þegar saga langlífustu þjóðar heims er skoðuð má læra ýmislegt. Japanir voru ekki alltaf langlífastir. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Japanir með eina hæstu dánartíðnina og árið 1980 voru íbúar Nagano-héraðs í japönsku ölpunum með hæstu tíðni heilablóðfalla. Ráðamenn leituðu skýringa og fundu hana í þjóðarréttinum tsukemono sem inniheldur mikið af salti og var vinsæll í héraðinu. Með öflugu fræðsluátaki tókst að draga úr neyslunni sem varð til þess að tíðni heilablóðfalla lækkaði hratt. Japanir hafa gert fleira til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Eftir að ævistarfinu lýkur taka margir upp hlutastarf á nýjum vettvangi. Þeir virkja hver annan í gönguferðir, nágranna og fjölskyldu. Þeir bera fram matinn á litlum diskum og innbyrða um þriðjung af hitaeiningunum sem Bandaríkjamenn neyta. Japanir hugsa um hreinlæti og heilbrigðiskerfið er gott. Fjölskyldan er náin og félagsleg tengsl sterk. Stjórnvöld leggja áherslu á forvarnir fyrir íbúa sína svo þeir lifi ekki einungis lengi heldur geti notið þess að eldast heilbrigðir. Fyrst eftir spádóminn hugsaði ég með mér að það væri nú bara helvíti gott ef ég næði fertugu. Svo varð ég fertug og mér fannst lífið rétt að byrja. Því er gott til þess að hugsa að við getum gert ýmislegt til að auka líkurnar á að við náum háum aldri. Það hafa Japanir kennt okkur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun