Kreddur Hörður Ægisson skrifar 20. apríl 2018 10:00 Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun