Í góðri trú Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. maí 2018 10:00 Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun